Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Hrönn nýr forstjóri MAST

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, skipaði Hrönn Jörunds­dóttur í em­bætti for­stjóra Mat­væla­stofnunar (MAST) í gær, hefur hún störf 1. ágúst.

Átján um­sóknir bárust um starfið, en um­sóknar­frestur rann út þann 4. maí. Hæfn­is­­nefnd mat fimm um­sækj­endur vel hæfa til þess að gegna starfinu. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­­tal þar sem ítar­­lega var farið ofan í ein­s­taka þætti starfs­ins og sýn um­sækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Hrönn væri hæfust umsækj­enda til að stýra MAST til næstu fimm ára.

11 ára reynsla hjá MAT­ÍS

Hrönn er með BS gráðu í efna­fræði frá Há­skóla Ís­lands og lauk MS-prófi í um­hverfis­efna­fræði árið 2002 frá Stokk­hólms­há­skóla. Árið 2009 lauk hún einnig doktors­gráðu í um­hverfis­efna­fræði frá Stokk­hólms­há­skóla en auk þess hefur hún unnið hjá MAT­ÍS undan­farin 11 ár.

Frá árinu 2016 hefur hún verið stjórnandi hjá MAT­ÍS þar sem hún hefur stýrt fjöl­mörgum inn­lendum og al­þjóð­legum rann­sóknar­verk­efnum, stefnu­mótun, rekstri og ráð­gjafar­verk­efnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -