Steinunn Árnadóttir, hestakona og organisti bendir á í glænýrri færslu á Facebook að hrossin sem fjallað var um fyrir nokkrum mánuðum vegna hryllilegrar meðferðar eigenda þeirra í Borgarnesi, séu enn illa farin og ekki tilbúin fyrir veturinn.
Hefur Steinunn verið afar gagnrýnin á MAST og matvælaráðherrann Svandísi Svavarsdóttur en hrossin voru ekki tekin af eigendum sínum þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið hleypt út í heilt ár og illa farið með þau. Eigendunum var jafnvel leyft að kaupa fleiri folöld. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en það var einmitt Steinunn sem kom upp um þessa hræðilegu meðferð á varnarlausu málleysingjunum.
Sjá einnig: Hestaníðingur fékk leyfi MAST til að kaupa þrjú ný folold: „Matvælaráðherra er algjörlega lamaður“
„Folald í neyð. Framhald:
Þetta eru gripir sem eru undir ,,eftirliti“ búfjáreftirlitsmanns á Vesturlandi!“
Svo hljóðar ný færsla Steinunnar og birti hún eftirfarandi ljósmyndir með færslunni og gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar á: