Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hrottaleg nauðgun á sambýliskonu: „Grunnurinn að glæpaferli hans var lagður á upptökuheimilinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar hann var þrettán ára skildu foreldrar hans. Fram að honum hafi hann sem barn átt hamingjuríka æsku. Í kjölfar skilnaðarins umturnaðist líf Suðurnesjadrengsins. Hann var sendur á upptökuheimili fyrir vandræðaunglinga þar sem beitt var grimmdarlegri refsistjórnun og hann hafi fengið hrottalega meðhöndlun. Drengurinn hafi verið læstur í niðri í kjallara heimilisins eftir að teipað hafi verið fyrir vit hans. Eftir vistina á upptökuheimilinu hafi tekið við næstum slitlaus fangelsisvist til 16 ára aldurs.

Vildu vinir og vandamenn meina að þessi dvöl á upptökuheimilinu hafi markað grunn af glæpaferli mannsins, sem síðar var dæmdur fyrir hrottalega árás og nauðgun á sambýliskonu sinni. Í helgarblaði DV 14. júlí 2001 birtist nafnlaust viðtal við æskuvin nauðgarans:

„Hann var glaðvært barn og ærslafullur en það var ekkert illt í honum. Þegar foreldrar hans skildu var eins og hann umpólaðist og hann leiddist út i innbrot og bílþjófnaði,“ segir vinur hans sem ekki vill láta nafns síns getið vegna þess hve viðkvæmt málið er meðal fjölskyldu og vina. Hann segist alls ekki vilja mæla verknaði vinar síns bót. Hann verði að axla ábyrgð af þeim hræðilega verknaði sem hann gerðist sekur um þegar hann nauðgaði sambýliskonu sinni og misþyrmdi. „Hann hefði mín vegna mátt fá lengri fangelsisdóm,“ segir hann. Nauðgarinn, sem var 22 ára þegar atburðurinn átti sér stað, lenti á upptökuheimili fyrir vandræðaunglinga nokkru eftir skilnað foreldra sinna. Þar segir vinur hans að honum hafi nokkrum sinnum verið refsað með því að teipað hafi verið fyrir munn hans og hann lokaður niðri í kjallara. „Grunnurinn að glæpaferli hans var lagður á upptökuheimilinu. Strax og hann varð 16 ára tók við fangelsisvist. Fangelsið skemmdi hann enn frekar og gerði hann að þeim manni sem hann nú er,“ segir vinur hans.

Ofbeldisverknaðurinn

Þann 31. ágúst 1999 varð sambýliskona mannsins fyrir hrottalegu líkamlegu ofbeldi. Tæpum tveimur árum eftir atburðinn var gerð helgarúttekt á málinu í helgarblaði DV þann 14. Júlí 2001:

Hvað gerðist?

- Auglýsing -

Þann 31. ágúst 1999 nauógaöi og misþyrmdi […] þáverandi sambýliskonu sinni, 17 ára að aldri. Um klukkan hálf sex aö morgni barst lögreglu boð frá neyöarlínu. Lögreglumenn lögðu af stað á vettvang og mœttu stúlkunni sem kom fótgangandi á móti þeim. Stúlkunni var ekið á heilsugœslustöð og flutt samdœgurs á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þegar lögregla kom aftur á vettvang var ákœrði sofandi í svefnherbergi bústaðarins. Samkvœmt lögregluskýrslu var blóð á rúmum og veggjum og sýnilegt að mikil átök höfðu átt sér stað. Ákœrði gaf skýrslu samdœgurs og kvaðst lítið muna eftir atburðum nœturinnar en taldi sig þó ekki hafa nauðgað stúlkunni. Skoðun mannsins var önnur 25. apríl 2001 þegar ákœrði var nýkominn til landsins – eftir að hafa farið til Svíþjóðar þar sem hann fór huldu höfði – en þá játaði hann brot sín afdráttarlaust. Þegar hann kom aftur fyrir dóm 16. maí að ósk verjanda hans neitaði hann nauðguninni. Hann neitaði þó ekki að hafa verið valdur að líkamsmeiðingunum sem honum voru gefnar að sök. Framburður hans var því reikull, ólíkt framburði stúlkunnar sem þótti trúverðugur. Í vitnaskýrslu sem tekin var af fórnarlambinu kemur fram að maðurinn hafi lamið hana með hnefum og skóm og að hann hafi sparkað í hana um allan líkama. Maðurinn hafi þvingað hana til kynferðismaka í nokkur skipti. Þegar hún bað um að fá aö fara í sturtu henti maðurinn henni í brennandi heita sturtu og barði hana á meðan. Fram kemur hjá stúlkunni aö ákœrði hafi ekki áður beitt hana ofbeldi og hún gat ekki skýrt hvers vegna hún teldi hann haga sér með þessum hœtti. Eftir atburðinn var manninum veitt lögregluáminning vegna hótana í garð fórnarlambsins og fjölskyldu hennar.

Dómurinn

Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hérðasdómi og gert að greiða fórnarlambi sínu eina milljón krónur í miskabætur. Hæstiréttur þyngdi hinsvegar dóminn um eitt og hálft ár. Hávær umræða spratt af stað í þjóðfélaginu og þótti mörgum gerandinn sleppa með væga refsingu fyrir jafn þungbæran verknað. En hegningarlög heimila allt að 16 ára fangelsi fyrir að þröngva manni til samræðis.

- Auglýsing -

Árið 2005 lauk gerandinn afplánun og hélt rakleiðis heim til móður sinnar út á land. Því næst fluttist hann búferlum til Danmerkur þar sem hann er, samkvæmt heimildum Mannlífs, enn skráður til heimilis.

Foreldar geranda tjá sig eftir afplánun

Foreldrar mannsins ræddu við DV og fimmtudaginn 9. júní 2005 segir í dagblaðinu:

Foreldrar ósáttir við umfjöllun […] fékk þriggja ára dóm í héraðsdómi í júlí 2001 og þótti sleppa vel. Hæstiréttur þyngdi hins vegar dóminn um eitt og hálft ár. Faðir […] segir að óvægin fjölmiðlaumföllun hafi haft áhrif á þá ákvörðun Hæstaréttar. „Fjölmiðlar fóru hamförum í þessu máli,“ segir hann. Móðir […] tekur undir þetta. „Árni Johnsen bjargaði […]. Fjölmiðlar gátu þá loksins farið að fjalla um eitthvað annað en hann […].“ „Ég held að […] sé hræddur við sjálfan sig,“ sagði móðir […] þegar DV ræddi við hana í gær um ástæður þess að sonur hennar fluttist til Danmerkur. Hún segir hins vegar að hún viti ekki hvað hann geri þar eða hvar hann búi. […] dvaldi hjá móður sinni á Sauðárkróki nú um páskana en hann hafði þá nýlokið afplánun. „Við vorum hérna saman eins og fjölskylda og það var gott. Hann ákvað að flytja til Danmerkur því honum var ekki rótt hérna. Hann er bara hræddur við sjálfan sig.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -