Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Hrottalegasti ástríðuglæpur Íslandssögunnar: Morðinginn gengur laus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sunnudaginn 15.ágúst árið 2010 fannst 37 ára karlmaður látinn á heimili sínu í Hafnarfirði. Strax þótti augljóst að manninum hafði verið ráðinn bani. Enginn í nágrenninu varð var við neitt óeðlilegt þessa örlagaríku nótt.

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var 22 ára þegar hann birti myndband þar sem hann játaði ást sína á vinkonu sinni á miðlinum Youtube, hún var þó í föstu sambandi og sagði honum að tilfinningarnar væru ekki endurgoldnar.

Vinskapurinn hélt þó áfram og fóru þau stundum saman út að skemmta sér, oft með Hannesi, unnusta vinkonunnar. Gunnar var velkominn á heimili parsins og fékk stundum gistingu hjá þeim, aldrei hafði neinn grunað hvað byggi innra með Gunnari.

Hannes var duglegur og vinamargur, hann starfaði sem forstjóri sælgætisverksmiðjunnar Góu ásamt því að reka KFC veitingastaði í Litháen. Mikil sorg ríkti þegar fréttir sögðu frá því að hann hafi hlotið hrottaleg örlög; hann var stunginn til bana á heimili sínu. Enginn gat hugsað sér að neinn vildi gera Hannesi eitthvað illt – þar til leiðin lá að Youtube myndbandi Gunnars Rúnars.

Tveimur dögum eftir morðið, þann 17 ágúst, var Gunnar handtekinn; honum var haldið næturlangt, en sleppt að loknum yfirheyrslum. Það var síðan tíu dögum síðar sem Gunnar var handtekinn aftur; og í þetta sinn var krafist fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum: En ný gögn í málinu sýndu að rökstuddur grunur var fyrir hendi um að hann ætti aðild að morðinu á Hannesi.

Gunnar neitaði sök og áfrýjaði gæsluvarðhaldinu til Hæstaréttar. Hann var síðar fluttur á Litla-Hraun í einangrun. Greint var frá því í fjölmiðlum að blóðugur skór Gunnars hafi passað við skófar sem fannst á vettvangi.

- Auglýsing -

Laugardaginn 4.september 2010 játaði Gunnar að hafa orðið Hannesi að bana; morðið var framið á milli klukkan fimm og tíu, 15.ágúst, og þótti ljóst að um ástríðuglæp væri að ræða.

Að mati geðlæknis var Gunnar talinn sakhæfur. Í skýslu læknisins kom þetta meðal annars fram:

„Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er markviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér. Athygli vekur hversu fljótt ást hans til D hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega ástsýki (erotomaniu), slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð.“

- Auglýsing -

Gunnar var dæmdur í 16 ára fangelsi – en gengur nú laus, aðeins 12 árum eftir morðið.

Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Gunnar Rúnar sé talinn hættulegur og hafi sjálfur lýst ofbeldisfullum hugsunum gagnvart fanga, meðan hann hefur sætt gæsluvarðhaldi.

Því þótti nauðsynlegt vegna réttaröryggis, að hann sæti strangri öryggisgæslu auk meðferðar.

Hann var dæmdur í héraði til að greiða foreldrum Hannesar hvoru um sig átján hundruð þúsund krónur í bætur og tæpar þrettán hundruð þúsund krónur í útfararkostnað,“ sagði í frétt RÚV.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -