Matvælastofnun hefur lokið aðgerðum á sauðfjárbúi í Borgarfirði vegna ítrekaðra brota á velferð dýra. Þá höfðu ábúendur endurtekið ekki orðið við kröfum um úrbætur með fullnægjandi hætti.
Mannlíf hefur síðustu ár fjallað ítrekað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Borgarnesi en þar voru kindur á vergangi um sveitina og ær áttu lömb út undir berum himni með rándýrin sveimandi í kring, svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá einnig: Birtir nýjar sláandi myndir af dýrunum á Höfða: „Hryllingurinn tekur sér ekki frí á hátíðisdögum“
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að stofnunin hafi gert kröfur um verulega fækkun á fé á bænum niður í 50 kindum, sem ábúendur samþykktu skriflega. Bauðst ábúendum að færa uppgefinn fjölda fjár til slátrunar innan ákveðins tímaramma. Þegar það gekk ekki eftir að fullu, greip stofnunin til aðgerða. Var lögð áhersla á að ljúka aðgerðum áður en nær liði sauðburði, sem hefst í seinnihluta aprílmánaðar. Fram kemur einnig í tilkynninguni að aðbúnaði og ummönum lambjár á bóndabænum hafi verið sérstaklega ábótavant á þeim viðkvæma tíma búfjárhaldsins.
Samkvæmt MAST gengu aðgerðirnar vel en samtals var fækkað á búin um rétt tæplega 600 fjár síðan sláturtíð lauk í fyrra haust. Þá verður eftirlit með aðbúnaði og umhirðu á því fé sem bændurnir fengu að halda eftir, viðhaft.
Steinunn Árnadóttir, hestakona og orgelleikari, sem gagnrýndi meðferðina á sauðfénu hvað mest síðustu ár, segir að aðgerðir MAST sé viss áfangi en finnst gremjulegt hvernig staðið var að því. Var hún og fleiri mjög gagnrýnin á seinagangi MAST í málinu. Bendir hún á þá staðreynd að í dag eru akkurat liðin 23 ár frá því að fyrst var ráðist í stóra aðgerð á Höfða en það var 28. febrúar 2002.
„Þetta er viss áfangi. Það er samt gremjulegt hversu illa er staðið að þessu. Að féð hafi ekki verið fellt í haust, alla vega stærsta hlutann. Það hefur enginn sem ég hef talað við verið sáttur með þessa framkomu Mast,“ segir Steinunn í samtali við Mannlíf.
Bætir Steinunn við: „Lítill nemandi sem ég var að kenna spurði mig hvaða yrði um dýrin sem ég væri að hjálpa? Eg varð að svara: ,,þau eru öll drepin” !“