Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hryllingur á Landspítalanum: Ekki fara á bráðamóttöku nema í lífshættu: „Farið varlega kæru vinir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans, lýsir á Facebook skelfilegu ástandi á bráðamóttöku Landspítalans um þessar mundir. Hann segir raunar að bara þeir sem eru með alvarleg eða hættuleg einkenni ættu að fara þangað þessa dagana. Hann segir tvisvar sinnum fleiri í hverju plássi en eiga að vera þar. Hann biður fólk því að hugsa sérstaklega vel um heilsuna, því heilbrigðiskerfið geti ekki aðstoðað eins vel og það ætti.

Pistill Hjalta í heild sinni:  

Farið varlega kæru vinir.

Á bráðamóttöku Landspítala eru þegar allt er talið 46 skoðunar- og meðferðarpláss. Í þeim eru á þessari stundu alls 90 einstaklingar.

Af þeim eru 39 sem hafa lokið bráðameðferð og greiningu og ættu að vera komin á legudeildir.

Það er langt síðan við fórum að merkja gangastæði, nú eru alls 30 á göngum deildarinnar, þar af 5 einstaklingar skráðir í gangastæði nr 1.

- Auglýsing -

Á legudeildum er staðan ekki skárri, mikill faraldur öndunarfærasýkinga er í gangi og legudeildir allar fullar eða yfirfullar. Á Landspítala eru 14 gjörgæslupláss fyrir veikustu einstaklingana, í þeim eru nú 16. Til viðbótar er víða undirmannað.

Geta okkar í heilbrigðiskerfinu til að aðstoða ykkur við bráðum veikindum og slysum er því fjarri því eins góð og við myndum vilja.

Farið því varlega í hálkunni og notið mannbrodda. Hugsið um sóttvarnir ef þið eruð með öndunarfærasýkingu. Ef þið finnið fyrir vægum einkennum er gott að hafa fyrst samband við 1700 og leita ráða hvert er best að leita.

- Auglýsing -

Ef þið finnið fyrir alvarlegum eða hættulegum einkennum á þó aldrei að hika við að koma á bráðamóttöku

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -