Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

HS-Orka á grænni grein – Greiddu aðeins 18 milljónir í skatt þrátt fyrir metár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

HS-Orka greiddi aðeins 18. milljónir í skatt árið 2022, þrátt fyrir metár í afkomu fyrirtækisins.

Árið 2022 var metár í sögu HS-Orku en þá námu rekstrartekjur fyrirtækisins 10,6 milljörðum króna. Samkvæmt bókinni 500 stærstu sem kom út 2022, var rekstrarhagnaður HS-Orku fyrir skatta 87. milljónir það árið en eftir skatt var hagnaðurinn 69. milljónir, þannig að 18. milljónir voru greiddar í skatt. Ári áður var hagnaðurinn fyrir skatt mun hærri eða 2.816 milljónir en í frétt Víkurfrétta frá því í fyrra segir orðrétt um ástæðuna fyrir mismuninum: Óinnleystir fjármagnsliðir setja verulegt mark á uppgjörið en í aðalatriðum skýrist munurinn frá fyrra ári annars vegar af 2,4 milljarða króna lækkun gangvirðis innbyggðra afleiða vegna lækkunar álverðs og hins vegar af gengislækkun krónu gagnvart Bandaríkjadal sem nam 1,4 milljarði króna á milli tímabila.

Síðustu sex ár hafa eigendur HS-Orku greitt sér 33. milljarða í arð. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 10,6 milljörðum króna árið 2022 og jukust um 14,7% á milli ára.

Nýlega samþykkti Alþingi að leggja sérstakan fasteignaskatt á heimilin í landinu svo greiða megi fyrir 2,5 milljarða framkvæmdir við varnargarð til að verja mannvirki HS Orku við Svartsengi.

Úr bókinni 500 stærstu.

En hverjir eiga HS-Orku?

Á heimasíðu fyrirtækisins segir að endanlegir eigendur HS-orku séu Jarðvarmi slhf. og sjóðir í stýringu hjá Ancala Partners LLP. Eignarhlutur hvors um sig er 50 prósent.

- Auglýsing -

Ef maður leitar að því sem kallast raunverulegir eigendur á vef Skattsins, kemur fram að eigendurnir séu fjórir, hinn breski Adrian John Pike, stjórnarformaður HS-Orku, hin þýska Heike Bergmann, meðstjórnandi, Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, meðeigandi.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á fyrirtækjasviði Skattsins, sem Mannlíf ræddi við, eru „raunverulegir eigendur“ þeir sem eiga yfir 25 prósent hlut í fyrirtæki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -