Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

HSÍ gerir samning við Adidas – Umdeilt merki Rapyd ennþá á treyjunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Handknattleikssamband Íslands hefur gert samning við Adidas en þýska fyrirtækið mun sjá um búninga karla- og kvennalandsliða Íslands í handbolta. Athygli vekur að merki Rapyd er ennþá á treyjunni en samstarf HSÍ við Rapyd hefur verið harðlega gagnrýnt og umdeilt.

Hægt er að lesa tilkynningu HSÍ um samstarfið hér fyrir neðan.

HSÍ hefur gert samninging við nýjan búningaframleiðanda handknattleikssambandsins og er það Adidas. Þetta er stórt skref fyrir HSÍ, þar sem Adidas er eitt virtasta og þekktasta íþróttavörumerki heims og merkið þekkt fyrir gæði og framúrskarandi hönnun, sem hefur gert vörumerkið að eftirsóknarverðum samstarfsaðila íþróttafólks um heim allan. Samstarfið við Adidas undirstrikar metnað HSÍ og viðurkenningu á þeirri stórsókn sem íslenskur handbolti hefur verið í undanfarin ár.

Að fá Adidas sem samstarfsaðila er mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi, bæði sem gæðastimpill og áminning um alþjóðlegan stuðning við íslenskan handbolta.

Framundan eru stór verkefni fyrir HSÍ og landslið Íslands. A landslið kvenna heldur af landi brott á morgun og leikur tvo vináttuleiki gegn Sviss í undirbúningi fyrir EM 2024. Stelpurnar okkar munu ferðast til Innsbruck í Austurríki þar sem þær taka þátt í riðlakeppni Evrópumótsins og mæta sterkum liðum eins og Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi. A landslið karla á líka spennandi verkefni framundan, þar sem þeir munu keppa á HM 2025, en mótið verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi í janúar.

Í vináttulandsleikjunum gegn Sviss frumsýnir kvennalandsliðið nýju Adidas keppnistreyjuna og er sú frumsýning táknrænn áfangi fyrir endurnýjað samstarf HSÍ og Adidas. Síðast unnu Adidas og HSÍ saman árið 1997 og því er ánægjulegt að fá þetta frábæra vörumerki aftur til liðs við íslenskan handbolta. Samningurinn gildir í fjögur ár og tryggir landsliðunum aðgang að fyrsta flokks íþróttabúnaði og gefur von um frekari uppbyggingu og styrkingu handboltans á Íslandi á komandi árum.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar skrifað er undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi og er það von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Adidas verði farsælt og ánægjulegt. Adidas er eitt sterkasta vörumerki heims og það er mikil ánægja að ná samningi við Adidas.“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.
May be an image of 1 person, playing soccer, playing volleyball and text

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -