Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

HSÍ í molum vegna skandala: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2023 hefur svo sannarlega verið slæmt ár fyrir Handknattleikssamband Íslands. Ófarirnar hófust með slæmum árangri íslenska karlalandsliðsins á HM en þar lenti íslenska liðið aðeins í 12. sæti, langt undir getu og væntingum. Þegar átti að ráða nýjan þjálfara voru vinnubrögðin svo léleg að Dagur Sigurðsson, einn besti landsliðsmaður í sögu Íslands og einn af okkur bestu þjálfurum, gagnrýndi forystu sambandsins harkalega og sagðist ekki ætla vinna með HSÍ nema skipt yrði um stjórnendur.

„Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í apríl.

„Ég held að ég sé ekki að fara að vinna með þessum mönnum hjá HSÍ. Við skulum bara vona að þetta verði flott lending hjá þeim og að þeir finni góðan þjálfara fyrir liðið,“ sagði hann svo að lokum um málið.

Á endanum var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrverandi landsliðsmaður, ráðinn sem landsliðsþjálfari en þá höfðu liðið meira en þrír mánuðir síðan Guðmundur Guðmundsson hætti með landsliðið.

Nýjasta útspil HSÍ var að tilkynna með stuttu millibili um samstarf sambandsins við Rapyd og Arnarlax, tvö af umdeildustu fyrirtækjum landsins. Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið sterk hjá íslensku þjóðinni. Einn af gagnrýnendunum er einmitt Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari.

„Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ sagði þjálfarinn í Facebook-færslu. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“. Þá hefur Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, kalla eftir afsögn formanns HSÍ en mikill meirihluti landsmanna er á móti starfsemi Arnarlax í núverandi mynd. Fjölmiðlar hafa reynt að ná tali af stjórnendum HSÍ varðandi málið en það hefur ekki tekist hingað til en HSÍ hefur þegar gefið það út að það muni ekki segja upp samningum við Rapyd.

- Auglýsing -

Það verður því forvitnilegt að sjá hvert næsta skref HSÍ verður og hvort að Guðmundur B. Ólafsson formaður og Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri verði áfram við stjórnvölinn á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -