Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

HSÍ svarar engu um Arnarlax þrátt fyrir loforð um annað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður HSÍ hefur ekki staðið við gefin orð.

Í lok nóvember sendi Mannlíf fyrirspurn á Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, varðandi styrktarsamning sem sambandið gerði við fiskeldisfyrirtækið Arnarlax en fyrirtækið hefur verið eitt af umdeildustu fyrirtækjum landsins undanfarin ár og hefur verið sakað um að valda íslensku lífríki miklum skaða. Óhætt er að segja að samningurinn hafi valdið uppnámi í samfélaginu en Guðmundur Guðmundsson, sigursælasti landsliðsþjálfari í sögu Íslands, kallaði samninginn hneyksli og sagði hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort. Í framhaldi af því hætti Davíð Lúther Sigurðarson í stjórn HSÍ en hann sá um markaðs- og kynningarmál fyrir sambandið. Í bréfi sem Davíð sendi fjölmiðlum greindi hann frá því að formaður og framkvæmdastjóri HSÍ hafi ekki ráðfært sig við hann um þennan samning. Þá hefur Mannlíf heimildir fyrir því að margir fyrrverandi landsliðsmenn séu ósáttir með þennan samning.

Daginn eftir að Mannlíf sendi fyrirspurnina svaraði formaður HSÍ að hann væri á leiðinni út til Noregs að fylgjast með HM kvenna en hann myndi svara spurningum Mannlífs um leið að hann hefði til þess tök. Nú rúmum tveimur vikum seinna hefur ekkert svar borist þrátt fyrir ítrekanir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -