Hulda Ósk Bergsteinsdóttir körfuboltaleikmaður var valin í úrvalslið 1. deilar kvenna. Körfuknattleiksdeild KR sinnti ekki viðundandi upplýsingaskyldu þegar Huldu var ekki gert viðvart af valinu með þeim afleiðingum að hún missti af lokahófi KKÍ og var því ekki viðstödd athöfnina. Unnusti Huldu Óskar birti færslu um málið á samfélagsmiðlinum Twitter.
Þar segir: „Stoltur af árangrinum hjá minni konu að vera valin í úrvalslið 1.deildar kvenna. Ekki jafn stoltur af @krkarfa fyrir að sleppa því að láta hana vita af árangrinum, þar af leiðandi missa af lokahófi KKÍ og frétta af árangrinum í gegnum fjölmiðla.“
Stoltur af árangrinum hjá minni konu að vera valin í úrvalslið 1.deildar kvenna.
Ekki jafn stoltur af @krkarfa fyrir að sleppa því að láta hana vita af árangrinum, þar af leiðandi missa af lokahófi KKÍ og frétta af árangrinum í gegnum fjölmiðla.#körfubolti #karfan pic.twitter.com/EOofcRCKX6— Thorgeir Örn Tryggva (@ThorgeirOrnTryg) May 19, 2023
Í samtali við Vísi greinir Hulda Ósk frá því að stjórn KR hafi haft samband við hana og beðist margfalt afsökunar á mistökunum. Hulda kann vel að meta það:
„Ég vil þó meina að þetta hefði aldrei komið fyrir ef um væri að ræða leikmann úr karlaliðinu. Þetta er alltaf saman sagan. Árið er 2023, gerum betur gagnvart kvenmönnum í íþróttum,“ sagði Hulda Ósk þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hana.