Það mun skýrast fyrir hádegi hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur alþingsmaður býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Áslaug Arna auglýsti fund þar sem hún ætlar að kynna áform sín. Fastlega er búist við framboði hennar.
Þá er mikill þrýstingur á Guðrún Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að taka slaginn. Nokkur fjöldi aðildarfélaga flokksins hefur skorað á Guðrúnu. Hún er alvarlega að íhuga framboð.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekkert gefið út opinberlega um áform sín en líkur á framboði hans fara minnkandi. Huldurher Guðlaugs hefur um nokkurra vikna skeið beðið eftir útkalli en ekkert gerist í þeim efnum. Fyrir rúmri viku töldu stuðningsmenn Guðlaugs að hann hefði ákveðið að fara ekki fram. Hann hefur þó dregið að upplýsa um ákvörðun sína. Þingmaðurinn hefur sagt að yfirlýsingar sé að vænta á næstunni.