Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Hundóánægður með Kryddsíld í lokaðri dagskrá: „Engin hugsun og ekki heil brú í þessu!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson er afar ósáttur yfir því að Kryddsíldin skyldi vera sýnd í læstri dagskrá Stöðvar 2 þetta árið.

Samfélagsrýnirinn Björn Birgisson skrifaði færslu á Facebook í dag þegar ljóst var að formenn flokkanna á Alþingi myndu fara yfir árið í lokaðri dagskrá á Stöð 2. Er hann hundóánægður með það fyrirkomulag og segir þetta „algjöran skandal“.

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

„Gamlársdagur.

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar koma saman og gera upp árið og líta til framtíðar.
Hvar er það gert?
Í lokaðri dagskrá á ríkisstyrktri Stöð 2!
Þetta fyrirkomulag er til háborinnar skammar.
Kryddsíldin er rúmlega 30 ára, en hún var alltaf í opinni dagskrá og á vitaskuld að vera það!
Þjóðin á flotta sjónvarpsstöð sem er öllum borgurum landsins opin öllum stundum.
Þar eiga leiðtogar landsins að mæta og gera upp og kveðja árið!
Ekki troða sér inn á lokaða sjónvarpsstöð, sem sér ekki sóma sinn í að hafa þennan einstaka þátt í opinni dagskrá, þrátt fyrir að fá tugi milljóna í styrki frá ríkinu!
Þetta er algjör skandall af hálfu Stöðvar 2 og verulega umhugsunarvert að stjórnmálaleiðtogarnir láti bjóða sér og þjóðinni svona framkomu!
Engin hugsun og ekki heil brú í þessu!
Metnaðarleysið er algjört og skömm að því að leiðtogarnir taki þátt í svona hringavitleysu – einungis aðgengilegri fyrir þann hluta þjóðarinnar sem er til í að dæla peningum í þessu ríkisstyrktu einkareknu sjónvarpsstöð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -