Lögreglan mældi hraða bíla við grunnskóla.
Nú þegar haustið gekk í garð og grunnskólar hófust fór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að mæla hraða bifreiða við þá. Óhætt er að segja að ökumenn hafi litlar áhyggjur af gangandi vegfarendum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins.
Lögreglan mældi hraða í ágúst og september við tæplega 40 grunnskóla og voru 750 ökumenn staðnir að hraðakstri og fengu þeir viðeigandi sektir fyrir. Þá var grófasti ökufanturinn mældur á 84 km hraða þar sem hámarkshraði er 30. Þá vill lögreglan minna fólk á að hætta keyra of hratt, sérstaklega við grunnskóla.