Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Hundsuðu Almannavarnir og tóku börnin með í háskaför: „Það finnst okkur ekki vera í lagi“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldi fólks hefur í dag hundsað tilmæli almannavarna og lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í dag. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður á Suðurnesjum, segir við RÚV að þetta megi vel sjá á bílaplaninu næst við gosið. Það sé yfirfullt.

Svo virðist sem einhverjir hafi tekið börn sín með í þessa háskaför, ef marka má orð Hjálmars. Hann segir það einfaldlega ekki í lagi. Ofan á hættuna vegna gossins þá sé gönguleiðin erfið.

„Þetta er ekki fyrir alla eins og aðstæður eru í dag og það er það sem við erum að reyna að koma á framfæri. Og ekki vera að taka börn með sér í þessa göngu, það finnst okkur ekki vera í lagi.“

Hann segir snúið að stöðva þetta fólk. „Við höfum séð það að það hefur fjölgað mikið á svæðinu og fólk er að sækja í þetta. Við hins vegar biðlum til fólks að vera ekki að koma núna. Það er norðanátt og reykurinn frá þessu liggur yfir gönguleiðina,“ segir Hjálmar.

Svæðið sé þó ekki lokað. „Við höfum ekki gripið til þess að loka svæðinu. Það er ákveðinn hluti svæðisins, gamla hraunið, sem er alveg öruggt að við teljum og fólk vill sjá það. Við teljum það vera í lagi – en að labba alveg inn eftir að nýja gosinu er mjög löng leið og erfið og það er ekki fyrir alla að fara þá leið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -