Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Húsbruni við Hverfisgötu – „Skuggaleg aðkoma,“ sagði varðstjórinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég kom einn á staðinn fyrst en svo bættust fleiri lögreglumenn við. Ég hafði séð reykinn og var eiginlega kominn að húsinu áður en tilkynningin kom. Þegar ég kom að logaði stigagangurinn alveg bakatil og mikinn reyk lagði út um alla glugga á hæðunum. Á efri hæðinni var fólk, fimm manns. Það var lokað inni. Fólkið kallaði út um gluggana Hverfisgötumegin og hálfpartinn hékk úti. Fólkið var líka búið að brjóta rúðu til að fá loft. Sá yngsti var 12-13 ára. Einhverjum, sem var á neðri hæðinni, tókst að finna stigaræksni. Stiginn var ekki nógu langur og við þurftum að halda á honum í fanginu til aö hann næði upp til fólksins. Það hóstaði og ég tel að það hafi fengið reykeitrun,“ sagði Jón Ólafsson lögregluþjónn í samtali við DV eftir bruna í húsi á Hverfisgötu 72 þann 27.júlí 1991. Þar hafði verið gleðskapur um nóttina og voru tólf manns í húsinu, það björguðust allir. Varðstjóri hjá slökkviliðinu lýsti aðkomunni sem skuggalegri, fólk hékk út um gluggann og gat það talist heppni að öllum hafi verið bjargað.

„Stigagangurinn bakatil var alelda og fólkið hékk út um glugga á rishæð götumegin. Lögreglan var búin að reisa stiga og var að taka fólkið niður. Þegar við sáum að þetta fólk var í góðum höndum lögreglunnar sinntum við slökkvistarfmu því við óttuðumst að fleiri gætu verið inni og gátum einbeitt okkur að því aö ganga úr skugga um það. Þrír reykkafarar fóru inn. Það er ótrúlegt hvað eldurinn hefur breiðst fljótt út. Slökkvistarfið gekk þó vel og tókst vonum framar. Það gekk greiðlega að slökkva yfirborðseld en síðan rifum við einangrun með spónum og þakið rufum við til að vera öruggir. En efri hæðin er illa farin,“ sagði Ragnar Sólonsson, varðstjóri.

Fimm manns voru á efri hæð hússins og var það einskær tilviljun að stigi lá nálægt húsinu, hann var þó of stuttur en það náðist þó að bjarga þeim sem þarna voru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -