Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Hvað eru þessir hvítu blettir sem við sjáum svífa yfir augunum þegar við deplum þeim?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar maður horfir í ljósan bakgrunn sér maður stundum gagnsæja depla svífa fyrir augunum, ekki ósvipað og einfrumungar væru á ferð. Hvað er þetta eiginlega?

Reyndar eru þessir blettir einmitt einfrumungar. Það sem við sjáum eru nefnilega skuggar af hvítum blóðkornum á leið um æðar í nethimnunni.

Hvítu blóðkornin drekka ekki í sig ljós á sama hátt og þau rauðu og verða þess vegna sýnileg sem eins konar göt í streymi rauðu blóðkornanna.

Fyrirbrigðið myndast í fíngerðum æðum sem liggja rétt þar hjá sem sjónin er skörpust. Stundum má meira að segja sjá þessa bletti hreyfast í takt við hjartsláttinn.

Þeir gagnsæju blettir sem flest fólk kannast við tilheyra svonefndum innanauga-fyrirbrigðum en þau eiga það sameiginlegt að einhver hlutur í auganu sjálfu varpar skugga á nethimnuna.

Annað slíkt fyrirbrigði eru svartir deplar sem stafa af óreglulegu ástandi í glæru augans.

- Auglýsing -

 

Heimild:

Emma Davies. What are the wiggly things I see in my eyes when I look at the sky? BBC Science Focus Magazine. Slóðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -