Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

„Hvað kom fyrir?“ í staðinn fyrir: „hvað er að þér?“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumir erfa áföll forfeðra sinna“ söng Bubbi Morthens í einu af sínum góðu lögum.

Það hefur lengi tíðkast að sjúkdómsvæða líðan og tilfinningar og horfa á
hegðun aðeins út frá hegðuninni sjálfri. Þeim hugsunarhætti hefur iðulega fylgt
spurningin „hvað er að þér?“ ef það er á annað borð spurt og oft farið beint í
að ávíta viðkomandi fyrir hegðunina.

Annars konar nálgun á þá sem glíma við afleiðingar áfalla hafa verið að ryðja sér til rúms. Þar er horft frekar á rót vandans þar sem gjörðir viðkomanda eru skoðaðar í samhengi við það sem hann hefur upplifað.

Með þessari nálgun er frekar spurt: „hvað kom fyrir?“ eða „hvað gerðist?“ til þess að reyna að átta sig á algengi áfalla, einkennum og afleiðingum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög í staðinn fyrir: „hvað er að þér?“

Þungi áfallsins hefur áhrif á eftirköst

Áfallastreituröskun hefur verið skilgreint sem sterk streituviðbrögð í kjölfar ákveðinna óvæntra atburða. Þetta eru atburðir eins og náttúruhamfarir (jarðskjálftar, snjóflóð, óveður, flóð), slys (bílslys, sjóslys, flugslys, iðnaðarslys). Aðeins lítill hluti þeirra sem í slíkum áföllum lenda veikjast af sálrænum kvillum.

Langvinn eftirköst eru þó líklegri, eftir áföll af manna völdum t.d. ofbeldi (árásir, rán, nauðgun, hermdarverk).

- Auglýsing -

Þungi áfallsins hefur einnig áhrif á hvort áfall hefur langvinn eftirköst þ.e. ef tengslum við aðra eða öryggistilfinningu er ógnað t.d. að sjá ættingja farast eða upplifa nánasta umhverfi ekki lengur öruggt.

Langvarandi ofurálag eins og heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, einelti, (stríðsátök og fangabúðavist) getur valdið sams konar viðbrögðum. Sálræn vandamál í kjölfar langvinns ofurálags geta orðið mun flóknari og í slíkum tilvikum getur einstaklingur þurft á langtíma sálfræðimeðferð að halda.

Að upplifa áföll eins og eftir ofbeldi, getur haft áhrif á ónæmiskerfið, þroska heilans, heilastarfsemina, hormóna- og taugakerfið og þar af leiðandi öll hin kerfin, því þau eru órjúfanleg heild. Afleiðingar sem geta komið fram eru stoðkerfisvandamál, langvinnir verkir, hjarta- og æðasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar og sumar tegundir krabbameins. Einnig þunglyndi, kvíði, áfallastreituröskun, persónuleikaröskun, áfengis- og fíknivandi, átröskun, sjálfskaðandi- og afbrotahegðun og sjálfsvígshugsanir.

- Auglýsing -

Afleiðingar geta komið fram í þeim líkamshluta eða kerfi sem einstaklingurinn er veikastur fyrir. Þannig geta áföllin verið eins og „triggerar“ eða kveikjur og sett af stað ferli, sem tengist lífsstíl, umhverfis- og erfðaþáttum einstaklingsins.

Á síðustu árum hafa verið þróaðar aðferðir til endurhæfingar fyrir meðal annars einstaklinga í ofþyngd, þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli erfiðrar reynslu og áfalla í æsku og offitu.

Einkenni áfallastreituröskunar

Samkvæmt áfalla- og meðferðarmiðstöðinni falla einkenni áfallastreituröskunar í fjóra flokka. Sérstök einkenni geta verið mismunandi í alvarleika.

1. Endurteknar truflandi hugsanir og ósjálfráðar minningar; óþægilegir draumar eða endurupplifanir frá áfalla atburðinum. Endurupplifanirnar geta verið það raunverulegar að fólk telur sig aftur vera að upplifa áfallið og sér það ljóslifandi fyrir sér.

2. Forðun á því sem minnir á áfallið og getur falið í sér að forðast fólk, staði, athafnir, hluti og aðstæður sem vekja upp óþægilegar minningar. Fólk reynir að forðast að muna eða hugsa um áfallið og getur sýnt mikið viðnám gagnvart því að tala um það sem gerðist eða hvernig þeim líður um það.

3. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar sem geta falið í sér breytt viðhorf og trú um sjálfan sig eða aðra (t.d. „Ég er slæm(ur),“ „Engum er treystandi“). Viðvarandi ótta, hrylling, reiði, sektarkennd eða skömm; minni áhuga á athöfnum sem áður voru ánægjulegar; eða að það upplifir sig vera fjarlægt eða úr tenglsum við aðra.

4. Ofurárvekni sem getur falist í því að vera auðveldlega pirraður/pirruð og reiðast auðveldlega. Einstaklingar  geta sýnt af sér kæruleysislega eða óábyrga hegðun. Verða auðveldlega brugðið og eru oft eins og „hengdir upp á þráð“ og geta átt í erfiðleikum með að einbeita sér eða að sofa.

Margir þeir sem að verða fyrir áföllum upplifa einkenni eins og lýst er hér að ofan í nokkra daga eftir að áfallið á sér stað sem er eðlilegt. Til að einstaklingur sé greindur með áfallastreitu þurfa einkennin þó að vera til staðar í a.m.k. einn mánuð.  Í mörgum tilfellum hafa einkennin verið viðvarandi oft mánuðum og stundum árum saman.

Sumir einstaklingar fá einkenni aðeins seinna oft innan þriggja mánaða frá áfallinu en einkenni geta einnig komið fram mun síðar. Hjá fólki með áfallastreitu valda einkennin verulegri vanlíðan og yfirleitt vandamála í dagsdaglegu lífi og leiða oft til annara vandamála svo sem þunglyndis, kvíða, áfengis eða vímuefnavanda, minnistruflana og annara líkamlegra og andlegra veikinda

Áfallamiðuð nálgun í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember síðastliðin var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.

Alla virka daga í 16 daga átakinu verður boðið upp á rafræna hádegisfyrirlestra við Háskólann á Akureyri, um ofbeldi, áföll og áfallamiðiðað nálgun og er öllum opið.

 

Heimildir:

Áfalla- og sálfræðimiðstöðin

Basha Krasnoff. 2019. Trauma-Informed Practice for Pre-service Teachers, 23. maí. Síða  skoðuð 29.11.2021.Slóð.

Mannréttindasrkrifstofa

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -