Mánudagur 20. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Hvað kostar brönsinn fyrir budduna og hvað er innifalið? – Sjáðu listann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bröns verður alltaf vinsælli og vinsælli bæði fyrir vinahópa og fjölskyldur til að breyta út af venjunni og fara út að borða í hádeginu um helgar án þess að það kosti símtal í bankann með beiðni um yfirdrátt.

En hvað kostar brönsinn og hvað er innifalið?

Mannlíf fór á stúfana við að finna veitingastaði í Reykjavík og nágrenni þar sem boðið er upp á bröns ýmist laugardag eða bæði laugardag og sunnudag. Einn staður bætir föstudegi við. Verðið var athugað föstudaginn 25. september samkvæmt upplýsingum og matseðlum á vefsíðum veitingastaðanna.

Listinn hér fyrir neðan tilgreinir nafn staðar, og fjölda rétta, eftirrétta og drykkja sem boðið er upp á ef um bröns matseðil er að ræða. Verð er skipt eftir réttir / eftirréttir /drykkir þar sem við á.

27 Mathús & Bar býður upp á bröns hlaðborð á 3.490 krónur. Börn 11 ára og yngri borða frítt með fullorðnum.

Mynd / 27 Mathús & bar

Apótek býður upp á Bröns seðil með 11 réttum og þremur eftirréttum, auk fjögurra kokteila.
Verð frá 1.390 – 2.990 krónur / 1.590 – 4.900 krónur / 1.290 – 1.790 krónur.
Einnig er boðið upp á Mimosa minibar á 5.900 krónur.

- Auglýsing -

Fjallkonan býður upp á Bröns seðil með sjö réttum og þremur eftirréttum, auk tveggja drykkja.
Verð frá 2.290 – 2.790 krónur / 1.590-1.890 krónur / 890 – 1.590 krónur.
Uppáhellt kaffi og endalaus áfylling fylgir öllum Bröns réttum.
Einnig er boðið upp á að búa til eigin Mimosa fyrir allt borðið á 4.500 krónur.

Mynd / Fjallkonan

Kol býður upp á Bröns seðil með 21 rétti og tveimur eftirréttum.
Verð frá 1.290 – 2.890 krónur / 1.490 krónur.
Einnig er boðið upp á Lúxus Bröns sem inniheldur fimm rétti fyrir 3.990 krónur á mann.
Hægt er að bæta Botnlausum búbblum við fyrir 2.990 krónur og drekka ótakmarkað af þeim drykkjum í 2 klukkustundir fyrir 2.990 krónur.

Mynd / Kol

Nauthóll býður upp á Bröns seðil með 14 réttum. (Brauðkarfa, franskar, sósur ekki talið með).
Verð frá 1.990 – 3.940 krónur.

- Auglýsing -

Public House Gastropub býður upp á að velja 2 rétti af brönsseðli (21 réttur og 1 eftirréttur) og borða ótakmarkað af þeim tveim réttum
Verð 3.990 krónur.
Hægt er að bæta drykkjum við og drekka ótakmarkað af þeim með, verð bröns og drykkir 4.990 krónur.

Pure Deli býður upp á tvo platta; Brunchplatta á 3.390 krónur og Vegan Brunchplattann á 2.990 krónur.

Sjáland býður upp á Bröns seðil með 12 réttum og þremur eftirréttum.
Verð frá 1.290 – 3.290 krónur / 450 – 1.290 krónur.

Mynd / Sjáland

Snaps býður upp á Bröns seðil með 22 réttum og þremur eftirréttum, auk kokteila, drykkja, kaffi og smoothie.
Verð frá 2.100 – 5.400 krónur / 1.200-1.790 krónur / 500 – 2.400 krónur.

Sæta svínið býður upp á Bröns seðil með 10 réttum og sex eftirréttum, auk tveggja kokteila.
Verð frá 1.590 – 2.690 krónur / 1.490 – 1.890 krónur / 890 – 1.590 krónur.
Einnig er í boði Botnlaus Mimosa í 1,5 klst. á 2.990 krónur á mann.

Bröns í boði

Skoðaðir voru veitingastaðir í Reykjavík og nágrenni þar sem boðið er upp á bröns ýmist laugardag eða bæði laugardag og sunnudag. Einn staður bætir föstudegi við.
Verðið var athugað föstudaginn 25. september samkvæmt upplýsingum á vefsíðum veitingastaðanna og matseðlum á vefsíðu viðkomandi veitingastaðar.

Listinn er alls ekki tæmandi og ef við erum að gleyma stað sem þér finnst eiga heima á listanum endilega sendu okkur tölvupóst á [email protected]. Einnig ef einhverjar athugasemdir eru við ofangreint.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -