Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Hvalveiðibann skekur Sjálfstæðisflokkinn:„Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kom mörgum á óvart í dag er hún tilkynnti tímabundið veiðibann á langreyðum, til 31. ágúst. Óhætt er að segja að Sjálfstæðismenn séu margir hverjir afar ósáttir vegna bannsins.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra ósáttu en hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:

„Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað.“

Margir svara færslunni en ein þeirra er Valgerður Árnadóttir Pírati en hún svarar í löngu máli:

„Cry me a river! Það mælist ekki atvinnuleysi á Íslandi, meirihluti þessa starfsmanna eru námsmenn og þeir fá greidd laun í tvo mánuði. Djöfull eru þetta þrotuð rök og kjánalegt að halda sér fund í atvinnuveganefnd um þetta, tíðkast það þegar einn vinnustaður lokar fyrir sumarvertíð eða er það bara þegar Kristján Loftsson og aðrir góðkunningjar Sjálfstæðisflokks eiga í hlut? Hvalveiðar eru ólögmætar vegna þess að þau brjóta dýravelferðarlög. Að murka lífið úr hvölum tímum saman fyrir atvinnugrein sem hefur skilað tapi síðastliðin 10 ár er einungis viðhaldið vegba þráhyggju eins manns og þið ættuð að fara varlega í að verja slíkan vitfirring. Hvalveiðar hafa þar að auki slæm áhrif á ímynd Íslands og setja viðskiptasambönd með fisk í hættu, þið eruð ekki í lagi að verja þetta einu sinni frá hægri pólitík séð. Þvílíkt sjálfsmorð og glataður málstaður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -