Fimmtudagur 23. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Hvarfið á Látraströnd – Jörðin gleypti ítalskan ævintýramann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í maíbyrjun 2002 kom til landsins hinn 33 ára gamli Ítali, Davide Patie sem var lýst sem ljúfum en einrænum ævintýramanni. Ítalinn ferðaðist víða á landinu milli þess sem hann framfleytti sér með vinnu á bóndabæ á Vesturlandi. Einn ágústdag hélt Patie af stað í enn eina ævintýraferðina en þá fór hann frá Grenivík og var ferðinni heitið að Látraströnd. Lagði hann af stað þann 8. ágúst og ætlaði að koma aftur í síðasta lagi 13. ágúst en hann var ekki búinn fjarskiptatækjum né með mikinn viðlegubúnað með sér. En hinn ungi Ítali kom ekki aftur þann 13. ágúst. Patie fannst aldrei aftur.

Morgunblaðið sagði svo frá leitinni að Patie:

Víðtæk leit að ítölskum ferðamanni

LÖGREGLAN á Akureyri og hjálparsveitir hófu um hádegi í gær víðtæka leit að ítölskum ferðamanni sem talinn er týndur á Látraströnd, austanvert við Eyjafjörð. Stóð leit yfir fram í myrkur í gærkvöldi. Skv. upplýsingum lögreglunnar á Akureyri er leit haldið áfram frá birtingu í dag. Verður leitin þá stórefld og leitað nákvæmar á því svæði sem líklegt er talið að maðurinn hafi ætlað að fara um. Fundu ódagsetta bókun Maðurinn, sem heitir Davide Patie og er 33 ára, gaf sig fram við sundlaugarstarfsmann á Grenivík fyrir viku og bað hann að gæta fyrir sig búnaðar meðan hann færi í göngu á Látraströnd. Var reiknað með að maðurinn yrði kominn til baka innan tveggja daga. Búnaðurinn var geymdur fyrir manninn en hans hefur ekki verið vitjað síðan. Björgunarsveitarbifreiðar voru sendar í gær á Flateyjardal og í Hvalvatnsfjörð til að grennslast fyrir um manninn og björgunarbátar fóru með ströndinni. Leitarmenn fundu bókun eftir manninn í neyðarskýlinu á Látrum en hún er ódagsett. Björgunarsveitarmenn gengu yfir Uxaskarð í Keflavík í gær og sigldu auk þess með ströndum á svæðinu. Leitarsvæðið er seinfarið og erfitt yfirferðar og er eingöngu hægt að aka eftir slóða um mjög lítinn hluta þess.

Daginn eftir að leit hófst af Paita, fundust vísbendingar um ferðir hans en hann hafði skráð sig í gestabók á Látrum. DV sagði frá málinu:

60 björgunarsveitarmenn leita ferðamanns sem fór frá Grenivík fyrir átta dögum:

Ítalinn skráði nafn sitt í gestabók á Látrum

33 ára ítali, Davide Paita, sem leitað hefur verið að frá þvi í gær, skrifaði nafn sitt í gestabók slysavamaskýlis við Látraströnd, utanvert í Eyjafirði, í lok síðustu viku. Eftir það hefur ekkert til hans sést og hafa um 60 björgunarsveitarmenn úr Eyjafirði leitað að honum frá því í gær. Átta dagar eru liðnir frá því að maðurinn kom að máli við starfsmann sundlaugar á Grenivík þar sem hann óskaði eftir að bakpoki hans, sem m.a. innihélt vegabréf, og poki með öðrum farangri yrði geymdur þar á meðan hann færi í gönguferð með tjald í Fjörðumar. ítalinn hugðist ganga eftir Látraströnd og væntanlega irrn i Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsfjörð. Maðurinn hafði ekki matarforða til margra daga en lagði afstað á fimmtudag, fyrir átta dögum.

- Auglýsing -

Þegar leit hófst í gær kom á daginn að Paita hafði ritað nafn sitt í gestabók slysavamaskýlis við Látraströnd. Hann hafði skrifað nokkrar línur á eigin tungumáli. Hvað það var lá ekki fyrir í morgun en þó var ljóst talið að maðurinn ætlaði að halda göngu sinni lengra áfram frá byggðum. Undirskriftin var ekki með dagsetningu. Hins vegar var dagsetning síðasta komumanns á undan skráð þann 7. ágúst en sá sem kom næstur á eftir Italanum í sama skála ritaði nafn sitt í gestabókina síðastliðinn sunnudag, þann 11. ágúst. Því er ljóst talið að ítalinn hafi verið í skálanum um eða undir síðustu helgi. Farið var að óttast um ítalann á Grenivík þegar leið á vikuna en lögreglu var tilkynnt um hann í gær – viku eftir að hann lagði afstað úr þorpinu. Björgunarsveitarmenn vom reiðubúnir að hefja leit strax um birtingu en þyrla var til taks á Reykjavíkurflugvelli þegar DV fór í prentun. Flugskilyrði voru hins vegar óhagstæð, lágskýjað og strekkingsvindur fyrir norðan.

Ekkert bólaði á Ítalanum en þann 20. ágúst birti Morgunblaðið frétt þar sem honum var lýst sem einrænum en ljúfum ævintýramanni sem átti foreldra og systur á Ítalíu sem voru í stöðugu sambandi við lögregluna og ítalska ræðismanninn á Íslandi.

Afdrif Davides Paita mönnum hulin ráðgáta

Einrænn ævintýramaður

- Auglýsing -
Davide Paita

ENN eru afdrif Ítalans Davides Paita mönnum hulin ráðgáta, en hans hefur verið saknað í nærri hálfan mánuð og leitað svo dögum skiptir í Eyjafirði. Leit er í biðstöðu og verður ekki fram haldið fyrr en nýjar vísbendingar koma fram um afdrif hans. Málið sætir samt áfram rannsókn lögreglunnar á Akureyri. Paita kom hingað til lands í maíbyrjun og hefur ferðast víða um landið milli þess sem hann hefur framfleytt sér með sveitastörfum á bóndabæ á Vesturlandi. Heimafólk þar segir hann ljúfan mann og lögreglan segir hann vanan ferðamann sem hafi ferðast víða um lönd á eigin vegum. Paita er 33 ára gamall og verður í fáum dráttum lýst sem einrænum ævintýramanni. Hann á foreldra og systur á Ítalíu og hefur móðir hans verið í sambandi við ítalska ræðismanninn á Íslandi auk lögreglu í báðum ríkjum. Ekki er vitað til þess að Paita hafi komið hingað til lands áður og þaðan af síður hversu lengi hann ætlaði að dvelja hér. Leiðir hans hafa verið raktar mjög vel hér á landi en slóðin hverfur á Látraströnd. Á ferðalögum sínum um landið hefur hann ekki átt vanda til að hverfa svo dögum skiptir eins og nú er. Þrátt fyrir að Paita sé vanur ferðamaður var hann ekki búinn neinum fjarskiptatækjum þegar hann fór frá Grenivík út á Látraströnd auk þess sem hann hafði lítinn viðlegubúnað. Lögreglan hefur ekki útilokað þann möguleika að Paita sé á lífi þótt hún telji óeðlilegt að hann sé ekki búinn að vitja farangurs sem hann skildi eftir á Grenivík þegar hann lagði af stað í gönguferð um Látraströnd hinn 8. ágúst. Ætlaði hann að koma til baka 11. ágúst eða í síðasta lagi hinn 13. ágúst.

Þrátt fyrir gríðarlega leit fjöldi fólks, fannst Davide Paita aldrei, það var líkt og jörðin hefði gleypt hann. Blessuð sé minning hans.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 29. júní árið 2022.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -