Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Hver er kosturinn við að drekka – Við ætluðum aldrei að drekka og aldrei vera með stelpum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Ruza hefur aldrei smakkað sopa af áfengi.

„Ég veit ekki einu sinni hvernig froðan á bjór á er á bragðið. Ég finn lykt af rauðvíni og hvítvíni og mig langar ekki einu sinni að setja tunguna í þetta,“ sagði Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur.

„Ég ákvað að hætta að drekka þegar ég fékk mjög mikið af stórum og erfiðum verkefnum í fangið og það var mín upplifun að ég gæti ekki tekist á við þau nema vera án áfengis og með hausinn fullkomlega í lagi og skýran,“ sagði Natalie G. Gunnarsdóttir, nemi og stuðningsfulltrúi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Þeir sem fréttastofan ræddi við höfðu ýmist aldrei drukkið áfengi eða hættu að drekka á miðjum aldri segja ótal kosti fólgna í áfengislausum lífsstíl. Þau segja að betri svefn, minni kvíði og fullkomin stjórn einkenni líf án áfengis.

Eftir allt jóla- og áramótasukkið velta eflaust einhverjir því fyrr sér hvort að líf án áfengis væri góð hugmynd. Áfengi er stór hluti af menningu okkar Íslendinga en þó ekki allra. Við ræddum við þrjá sem tóku ákvörðun um að drekka aldrei vín eða að hætta að drekka á miðjum aldri.

Garpur Ingason Elísabetarson, kvikmyndagerðarmaður hefur eins og Eva aldrei smakkað sopa af áfengi og ástæðan er helst heldur óvenjulegur samningur sem hann gerði við bróður sinn þegar þeir voru ellefu ára.

- Auglýsing -

„Við ætluðum aldrei að drekka, aldrei að reykja og aldrei vera með stelpum og þetta var mjög heilagur díll sem við gerðum,“ sagði Garpur

Raunar svo heilagur að þegar bróðirinn eignaðist kærustu þá þorði hann ekki að segja Garpi frá því.

„Svo byrja allir að drekka í grunnskóla og menntaskóla og ég fékk ekki áhuga á því. Ég veit ekki hvort það hefði breyst ef að við hefðum ekki verið tveir í þessu en það var aldrei þannig að það togaði og þó það hafi verið hópþrýstingur þá hafði það engin áhrif.“

- Auglýsing -

Öll segja þau kostina við áfengislausan lífsstíl ótal marga.

„Mér finnst best við það að vera án áfengis að hafa fulla stjórn á hlutunum og hafa stjórn á lífinu í kringum mig af því að ég upplifi stjórnleysi þegar ég er að drekka,“ sagði Natalie.

„Ég veit ekki einu sinni hver kosturinn er við að drekka. Maður getur talað um peninga sem maður sparar en þeir fara í aðra vitleysu hjá mér en ég held að það sé hollt að sleppa því að drekka,“ sagði Garpur.

„Það skýrist rosa margt. Ekki það að ég hafi beint tekið eftir því en það er eins og að hlutirnir verði skýrari. Eins og að maður fari úr túpusjónvarpi í háskerpu,“ sagði Natalie.

„Ég vissi alltaf hvað ég var að gera. Ég hef alltaf verið dugleg að hreyfa mig og hugsa vel um hvað ég borða og hugsa um mig og eftir því sem maður eldist þá fer þetta hryllilega vel með húðina að drekka ekki áfengi. Kostirnir verða fleiri og fleiri eftir því sem maður eldist. Það verður allt auðveldara,“ sagði Eva.

Minni kvíði

Natalie segir ótal kosti við áfengislausan lífsstíl. Þar á meðal betri líðan.

Hefur þetta áhrif á stress, kvíða og svefn?

„Já ég myndi segja allt. Sérstaklega með kvíðann. Ég finn rosalega mikinn mun á kvíða og stressi og svefni, bara með því að fjarlægða áfengi úr mínu lífi þá breyttust hlutirnir án þess að það væri endilega ætlunin það bara gerðist. Það var óvænt ánægja.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -