Alþingiskosningar eru á næsta leiti og ekki ólíklegt að þjóðin fái nýjan forsætisráðherra en alls hafa ellefu flokkar gefið út að þeir muni bjóða fram lista sína og keppast um atkvæði almennings. Venjan er sú að formenn einhvers stjórnmálaflokksins taki við forsætisráðherra embættinu og vill Mannlíf því spyrja lesendur sína um besta kostinn.
Rétt er þó að taka fram að Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa ekki hefðbundna formenn og var því Þórhildur Sunna valin í þessa könnun þar sem hún er formaður þingflokks Pírata og Sanna Magdalena var valin fyrir Sósíalistaflokkinn þar sem hún er þekktasta manneskjan sem öruggt er að bjóði sig fram fyrir þeirra hönd.
Því spyr Mannlíf: Hvern vilt þú sjá sem næsta forsætisráðherra?
Könnun þessari lýkur klukkan 10:00 miðvikudaginn 23. október.