Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hvers vegna eru svona margir Íslendingar að deyja? – Bæring: „Hvað er að gerast í okkar landi?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvað er að gerast í okkar landi og engin umræða um þessa aukningu dauðsfalla sem er sýnd hér frá Hagstofu Íslands samkvæmt ársfjórðungum frá árinu 2010 til 2022. Tala látinna hefur aukist um +35% nú á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða 780 dauðsföll miðað við um 580 dauðsföll að meðaltali ársfjórðungana frá 2015-2021.“

Þetta skrifar Bæring Ólafsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og framkvæmdastjóri Coca Cola International, og vísar í ársfjórðungstölur Hagstofunnar. Þar má sjá að talsvert fleiri létust í upphafi þessa árs samanborið við lok síðasta árs. Það sem gerir þetta óvenjulegra er að fjöldi látina á Íslandi hefur verið nokkuð stöðugur um árabil. Bæring bendir á að þetta geti varla tengst COVID, þar sem einungis 21 hafi látist á þessu ári af völdum sjúkdómsins. Hér má skoða tölur Hagstofunnar upp á eigin spýtur.

Bæring heldur áfram og skrifar: „Samtals eru þetta +200 umframdauðsföll bara á einum ársfjórðungi og ef heldur sem áfram þá stefnir í +800 aukadauðsföll fyrir árið 2022 eða um 3,120 í heildina miðað við meðaltal síðustu 7 ára um 2,350 semsagt yfir 30% aukning.“

Bæring segir þetta alvarlegt mál sem þurfi að skoða sem fyrst. „Eru stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, fjölmiðlar og almenningur yfirleitt ekkert að skoða þetta og er þetta ekki túlkað sem neyðarástand og öllum bara alveg sama, Hvernig væri að hysja upp um sig buxurnar og kryfja þetta til mergjar og það strax og finna út hvað sé eiginlega í gangi og upplýsa almenning um þetta neyðarástand….. yfir 30% aukning dauðsfalla hlýtur að vera algjört forgangsverkefni ….. og ekki eru þetta Covid dauðsföll þar sem þau eru einungis 21 fyrir 2022.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -