- Auglýsing -
Íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu við hvítan topp á Esjunni í gær en samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands mun frysta víða á landinu í kvöld. Hiti í dag verður á bilinu 2 til 7 stig og búast má við éljum við austur- og suðurstöndina.
Á morgun þykknar upp vestantil og verður sums staðar dálítil væta. Léttskýjað austantil á landinu og búast má við hita á bilinu 2 til 7 stig yfir daginn.