Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hvítabjörn genginn á land í Jökulfjörðum – Fólk beðið að halda sig innandyra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströn í Jökulfjörðum.

Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að hún hafi, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu Gæslunnar auk þess sem björgunarbáturinn Kobbi Láka var sendur af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu segir í tilkynningunni.

Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan hefur gefið út frekari tilkynningar.

UPPFÆRT KLUKKAN 16:11:

Lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -