Orð þingkonunnar Dilja Mist Einarsdóttur hafa vakið reiði víða í samfélaginu en í Silfrinu í gær fullyrti hún að Sjálfstæðismenn myndu aldrei leggja sig fram við að jafna kjör almennings. Orð hennar hafa vakið hneyksli meðal margra á samfélagsmiðlum.
Björn Birgisson, samfélagsrýnir í Grindavík, er meðal þeirra sem gagnrýnir þingkonuna. Hann skrifar: „Eftir að Sigríður Hagalín í Silfri dagsins benti á að ýmis teikn væru á lofti um að ójöfnuður væri að aukast í samfélaginu, sagði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttur:
**********
Við sjálfstæðismenn munum aldrei tala fyrir kerfi eða umhverfi þar sem fyrsta eða æðsta markmið er að jafna kjör fólks.“
**********
Fínt að fá þetta svona fram, þetta hafa reyndar allir vitað lengi og þessi stefna blasir alls staðar við í þjóðlífinu.
Þessi yfirlýsing frjálshyggjuþingkonunnar er ágæt áminning til þjóðarinnar um að henda þessu misskiptingar pakki út úr Stjórnarráðinu við fyrsta tækifæri sem gefst.“
Þetta var ekki eina færsla Björns um málið því hann skrifaði einnig í gær: „Í flestum flokkum væri svona mannfyrirlitningarleg yfirlýsing brottrekstrarsök!“