Lögregla handtók í gærkvöldi karlmann í miðbæ Reykjavíkur en sá var með fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Síðar um kvöldið sinnti lögregla nokkrum útköllum vegna fólks í annarlegu ástandi. Í Vesturbænum brá íbúa í brún þegar brotist hafði verið inn hjá honum. Lögregla brást fljótt við og var einn karlmaður handtekinn stuttu síðar. Var hann látinn laus að lokinni yfirheyrslu.
Sjúkrabifreið sótti slasaða konu í hverfi 108 í gærkvöldi. Konan hafði dottið og var hugsanlega handleggsbrotin eftir slysið. Upp úr klukkan tíu í gærkvöld barst lögreglu tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ. Bifreiðar skemmdust en sem betur fer urðu engin slys á fólki. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.