íbúar á Völlunum í Hafnarfirði höfðu samband við lögreglu í gærkvöldi. Höfðu þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir þar sem tveir karlmenn gengu á milli húsa og tóku í hurðarhúna. Lögregla fór á vettvang en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort rætt hafi verið við mennina.
Í miðbænum stöðvaði lögregla ökumann sem var undir áhrifum fíkniefna. Auk þess hafði hann verið sviptur ökuréttindum og eftirlýstur. Hann var því handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í Breiðholti kom lögregla og slökkvilið að bifreið sem kveikt hafði verið í. Lögregla leitar nú að geranda í málinu.