Þrjú umferðarslys urðu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglu en gul viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan þrjú í nótt. Björgunasveitir voru kallaðar út til aðstoðar víða á höfuðborgarsvæðinu eftir að færð tók að spillast.
Mikið var um að bílar festu sig í efri byggðum, þá helst í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal en viðvörunin var í gildi til klukkan þrjú í nótt. Þá eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum á Suðvesturlandi og eru vegir um Krýsuvík og Mosfellsheiði lokaðir. Vegagerðin varar við sandfoki á Kjalarnesi.