Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Íbúar hússins af sjö þjóðernum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skráðir íbúar við Bræðraborgarstíg 1 eru samtals 73. Íbúarnir eru af sjö þjóðernum. Frá árinu 2007 hafa 188 einstaklingar verið með skráð lögheimili í húsinu.

Mannlíf greindi frá því í gær að 73 einstaklingar eru með skráð lögheimili í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu sem brann í gær. Húsið er skráð rúmir 450 fermetrar.

Í svari Þjóðskrár Íslands við fyrirspurn Mannlífs hvort að einhver lagaleg takmörk séu fyrir því hversu margir mega vera skáðir með lögheimili á eina fasteign, eftir t.d. fermetrafjölda kemur fram að svo sé ekki.

Skráðir íbúar við Bræðraborgarstíg 1 eru samtals 73. Mynd / Hallur Karlsson

„Ekki eru tiltekin takmörk á skráningu fjölda einstaklinga á hvert hús eða íbúð samkvæmt lögum. Skráning lögheimilis einstaklinga fer fram hjá Þjóðskrá Íslands og hefur stofnunin eftirlit með framkvæmd laga nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur,“ segir meðal annars í svarinu.

Þá kemur einnig fram að Þjóðskrá Íslands hefur að undanförnu tekið upp mál að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa til kynna að um rangar lögheimilisskráningu geti verið að ræða.

„Unnið er kerfisbundið að þvi að hafa samband við eigendur til að kanna raunverulegan íbúafjölda í slíkum tilvikum.“

- Auglýsing -

188 einstaklingar haft lögheimili í húsinu frá árinu 2007

Skráðir íbúar við Bræðraborgarstíg 1 eru samtals 73 en þess má geta að frá árinu 2007 hafa 188 einstaklingar skráð sig til búsetu í húsinu. Þar af hafa því 115 flutningar átt sér stað úr húsinu frá þeim tíma samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.

Tilkynning um brunann barst klukkan 15.15. Mynd / Guðný Hrönn

Núverandi íbúar hafa allir skráð flutning í húsið árið 2015 eða síðar. Þjóðerni íbúa eru sjö talsins og er bæði um íslenska og erlenda einstaklinga að ræða. Þjóðskrá gefur ekki frekari upplýsingar upp um íbúa hússins.

- Auglýsing -

Taka við ábendingum

Í svari Þjóðskrár er tekið fram að einstaklingum beri að tilkynna flutning. Sömuleiðis á fasteignaeigandi að tilkynna til Þjóðskrár Íslands ef einstaklingar flytja í eða úr íbúðarhúsnæði

„Varðandi skráningu flutnings og heimildir Þjóðskrár Íslands til að meta raunverulega búsetu þá tekur stofnunin við ábendingum bæði frá eigendum og þriðju aðilum um aðila sem ekki eiga raunverulega búsetu á skráðu lögheimili. Einstaklingum ber að tilkynna flutning en fasteignaeiganda ber jafnframt að tilkynna til  Þjóðskrár Íslands ef einstaklingar flytja í eða úr íbúðarhúsnæði og viðkomandi einstaklingar hafa ekki sjálfir sinnt tilkynningarskyldu sinni.“

Þess má geta að húsið við Bræðraborgarstíg 1 er í eigu félagsins HD verk ehf. samkvæmt opinberum gögnum.

Sjá einnig: 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -