Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Íbúar í Vesturbæ ósáttir vegna skilaboða á trampólíni: „Verið að kenna þeim að skilja útundan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töluvert fjaðrafok hefur orðið meðal Vesturbæinga vegna trampólíns sem sett var upp á leikvelli í hverfinu. Trampólínið er sagt einungis ætlað börnum búsettum í ákveðnum húsum við götuna.

Trampólíninu var nýverið komið upp á litlum leikvelli við Granaskjól í Vesturbæ. Mynd var birt af því í hverfishópi Vesturbæinga á Facebook en það sem fór fyrir brjóstið á höfundi innleggsins var miði sem búið var að festa á trampólínið. Á miðanum segir: „Halló krakkar! Þetta trampólín er bara fyrir börn í Granaskjóli 29 og Granaskjóli 66-90“. Höfundur segir trampólínið staðsett á leikvelli í eigu borgarinnar og því sé það fráleitt að foreldrar planti því þar og ætli sér síðan að takmarka notkun þess við ákveðin börn.

Miðinn sem hefur verið festur við trampólínið.

Margir íbúar taka undir sjónarmið höfundar upphafsinnleggsins og segja meðal annars að með þessu sé verið að senda börnum kolröng skilaboð.

„Hvaða rugl/tíska er það að efnað fólk í Vesturbænum sé að taka land í „fóstur“ aka stela landi hægri vinstri? Ég ætla að biðja þessa foreldra að taka niður trampólínið af landinu mínu og þínu! Eða að taka niður skiltið og eyða út þessari ljótu reglu,“ segir í upphafsinnlegginu.

Ekki um borgarland að ræða

Við eftirgrennslan blaðamanns Mannlífs kom hins vegar í ljós að leikvöllurinn er alls ekki á borgarlandi, heldur tilheyrir lóðin íbúum við Granaskjól 66-88. Þeir foreldrar sem reistu trampólínið og vilja takmarka notkun þess hafa því fullt leyfi til þess, burtséð frá skoðunum fólks á útilokun annarra barna í nágrenninu.

„Þetta er eign þeirra. Granaskjól 66 til 88 á þessa lóð. Hús 29, sem er líka skráð fyrir þessu trampólíni, á ekki lóðina,“ sagði starfsmaður Reykjavíkurborgar í samtali við Mannlíf, sem hafði þegar fengið ábendingu um málið.

- Auglýsing -

Lóðin og leiktækin sem á leikvellinum standa eru því á ábyrgð íbúa þessara húsa og þeim frjálst að hagnýta hann að vild. „Þau eiga þessa lóð og kannski hafa þau sett upp leiktækin sem eru þarna. Það er bara þeirra val.“

„Nú er spurning hvað hefur verið sagt við krakkana sem búa á þessum heimilum. Eru krakkarnir að reka aðra krakka úr ef þeir búa ekki þarna. Er ekki verið að kenna þeim að skilja útundan með þessu,“ spyr einn íbúi Vesturbæjar í athugasemd við færsluna í hverfishópnum.

„Á sama tíma og flestir foreldrar leitast við að ala það upp í sínum börnum að það eigi alltaf að gefa með sér og leyfa öðrum að prófa dótið sitt þá eru þetta skilaboðin sem önnur börn fá frá sínum foreldrum,“ skrifar annar íbúi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -