Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Íbúar Laugarneshverfis standa með bágstöddum: „Hvaða ógeðslegu fordómar eru þetta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Laugarneshverfi brugðust illa við Facebook-færslu um smáhýsi í hverfinu.

„Góðan dag.

Fæ mér göngutúr í dalnum daglega.

Nú hefur það skeð sem mörg okkar höfðum áhyggjur af , nú eru sumir einstaklingarnir sem búa í húsunum sem þau fengu úthlutað til búsetu í dalnum farnir að safa drasli í kring um húsin, aðallega þó einn einstaklingur. Ætli það sé virkilega ekkert eftirlit með þessu fólki? Getum við sætt okkur við þetta ?”

Þannig hljómaði færslan umdeilda sem íbúar Laugarneshverfis tóku illa í. Forsaga málsins er sú að fyrr á árinu voru byggð fimm smáhýsi fyrir heimilislaust fólk og er verkefnið á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur. Í umræðum um smáhýsin á undanförnum árum hafa verið nokkrar umræður um hvar væri best að koma smáhýsunum upp en mikill meirihluti íbúa hverfsins hefur þó tekið vel í þetta úrræði. Flestir íbúar eru á því að hingað til hafi verkefnið heppnast vel. Þó eru ekki allir sammála um það eins og færslan hér fyrir ofan gefur til kynna en birtist hún í Facebook-hópi fyrir íbúa hverfsins. Óhætt er að segja að íbúar hverfsins séu ósammála upphafsfærslunni.

„Já er það ekki. Það voru einstaklingar að safna dóti á lóðum í hverfinu áður þessi byggð kom til sögunnar. Siðan var líka mannlegt vesen eins og fyllerí , ofneysla og ofbeldi einnig til staðar,“ sagði einn íbúi.

- Auglýsing -

„Já, ég get sætt mig við þetta. Veit ekki hvort það sé yfirleitt mitt að vera sáttur eða ósáttur með svona,“ sagði Birkir Fjalar um málið.

„Hvaða ógeðslegu fordómar eru þetta, rosalega geturu verið blind manneskja að skrifa þennan status sem er svo fordómafullur, og pósta honum á netið, held það se tímabært fyrir þig sem og marga aðra forréttindablinda að drullast til að hugsa sinn gang,“ hljómaði ein athugasemdin.

Tugir athugasemd hafa nú verið ritaðar í andstöðu við færsluna og virðist vera aðeins tveir einstaklingar sem skrifa athugasemd færslunni til stuðings. Þá vekur athygli að Björn Jón Bragason, hinn þekkti sagnfræðingur, setti „like“ við upphafsfærsluna en samkvæmt heimildum Mannlífs býr hann í Árbænum.

- Auglýsing -

Einstaklingurinn sem skrifaði upphafsfærsluna baðst afsökunar á henni og sagðist hafa meint hana sem gagnrýni á Reykjavíkurborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -