Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Íbúar Suðvesturhornsins hvattir til að halda sig heima: „Ekkert ferðaveður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stormur er á Suðvestur-horni landsins. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun. Ófært er víða í landshlutnaum og færð og skyggni á vegum slæmt jafnt innan borgarmarka sem og utan þeirra. Fyrir skemmstu var Reykjanesbrautinni sökum veðurs. En fram kemur í færslu frá lögreglunni á Suðurnesjum að brautin sé lokuð vestan fitja. Þá er Hellisheiðin einnig lokuð.

Á heimsíðu Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni nema ef brýn nauðsyn er á: „Ekkert ferðaveður er því á Suður- og suðvesturlandi frá klukkan 11 í dag. Einnig má búast við skafrenningi á Suður- og suðausturlandi og í kvöld spillist færð á Norðausturlandi frá Húsavík að Vopnafirði.“

Lögreglan á Suðurnesjum greinir jafnframt frá að:
„ … þá eru ökutæki föst víðsvegar um svæðið bæði innan og utanbæjar. Eitthvað er um umferðaróhöpp vegna slæms skyggnis og við ítrekum beiðni um að fók haldi sig heima nema nauðsyn sé rétt á meðan þessi hvellur gengur yfir. Vegurinn á milli Garðs og Sandgerðis er verulega slæmur á köflum og ekkert skyggni.
Við getum ekki svarað fyrir hvað þetta stendur lengi yfir og hvetjum fók til að fylgjast með veðurspá og vef Vegagerðarinnar.“

Mikil snjóþyngsli eru í höfuðborginni og víða eru íbúagötur illgreiðfærar. Þá er vegfarendur beðnir um að kynna sér færð á umferdin.is

Mynd/skjáskot vegagerdin.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -