Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Laugarnesingar brjálaðir út í Vínbúðina: „Ríkisfyrirtæki meðvitað að fjölga bílferðum í Reykjavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vöntun á Vínbúð er nú til umræðu í hverfishópi íbúa í Laugarneshverfi.

Birni nokkrum er umhugað um aðgengi að áfengi í hverfinu og telur stefnu Vínbúðarinnar ekki samræmast stefnu Reykjavíkurborgar í samgöngumálum. Hann telur mikilvægt að Vínbúð sé í göngufæri líkt og aðrar verslanir.

Björn skrifar um þetta dálítinn pistil í hverfishópnum. Með pistlinum fylgir kort, máli hans til stuðnings.

Kort Sverris Bollasonar, umhverfisverkfræðings.

„Svona fyrst verið er að ræða um hluti sem vantar, langar mig að minnast á aðgengi að áfengi sem er verulega ábótavant í hverfinu miðað við aðra staði á HBS. Hér sjáum við t.d. kort sem er gert af Sverri Bollasyni, umhverfisverkfræðingi, sem sýnir staðsetningu verslana og 1 km gönguradíus þeirra verslana.

Af þeim 70 þúsund íbúum sem eru búsettir í Rvk fyrir vestan Elliðaár eru sumsé 40 þúsund manns sem eru í göngufæri við Vínbúð. Þau 30 þúsund sem upp á vantar eru svo að segja öll í Laugarneshverfi og í kringum Laugardalinn.

Nú er auðvitað ríki í Skeifunni og í Skútuvogi en þau útibú eru aðeins hugsuð fyrir akandi fólk, með skammarlegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi.

- Auglýsing -

Mér finnst þetta mikið og alvarlegt umhugsunarefni og ástæða til að krefja stjórn Vínbúðarinnar til að gera betur. Þarna er hún ekki aðeins að standa sig illa í að halda jafnræði í aðgengi, hún er einnig að hvetja til miklu fleiri bílferða en nauðsynlegar væru. Tala ekki um í hverfi eins og Laugardal þar sem sífellt fleira fólk reynir að draga úr bílnotkun eins og mögulegt er.“

Fólk virðist almennt nokkuð sammála Birni og hafa ansi margir merkt við að færslan sé þeim að skapi.

„Já það var vont t.d. að missa búðina úr Borgartúninu,“ segir Rannveig nokkur í athugasemd við færsluna.

- Auglýsing -

Björn bætir við: „Já, það er einfaldlega mikið við það að athuga að ríkisfyrirtæki, sem hlýtur að lúta umhverfisstefnu og ætti að vera undir loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar, sé meðvitað að fjölga bílferðum í Reykjavík. Að bæta úr því er umhverfismál, það er öryggismál, og það er lífsgæðamál. Það er hreinlega ósanngjarnt að aðeins brotabrot borgarbúa geti labbað útí búð, en risastór hluti er hreinlega neyddur – eða amk hvattur mjög afgerandi – til að nota bíl.“

„Ég er kominn á þá skoðun að forstjóri ÁTVR sé óhæfur í starfi. Vínbúðinni í Borgartúni var lokað fyrir nokkrum mánuðum og svo á að loka í Austurstræti einnig. Verið er að neyða borgara til að aka marga km til að kaupa vínslösku með steikinni,“ segir Kristbjörn.

„ÁTVR er að leita að húsnæði í hverfinu skv verslunarstjóra gömlu Vínbúðarinnar í Borgartúni. Kröfur Vínbúðarinnar um bílastæði eru m.a. þröskuldur. Vonandi mun búðin koma fljótlega enda nýtt húsnæði víða á byggingarstigi,“ segir Helgi.

Björn svarar honum: „Það er nákvæmlega það sem ég er að segja, að Vínbúðin þarf ekki þennan aragrúa bílastæða þegar hún er með verslanir inni í hverfum. Þá getum við einfaldlega labbað í búðina. Nóg af verslunum Vínbúðar þjóna akandi yfirdrifið vel, ef við ætlum alltaf á bíl í Vínbúðina, þá keyrum við einfaldlega í Skútuvog.“

Helgi er honum sammála: „Einmitt. ÁTVR þarf að láta af þessu 20 sérmerkta bílastæði – nóg af húsnæði i hverfinu!“

 

„Það gæti hvarflað að konu að það sé einfaldlega búið að ákveða að gæluverkefni dómsmálaráðherra um vínsölu í matvörubúðum skuli fara í gegn og því skuli nú gera alla rosalega pirraða á ÁTVR til að auka almenna sátt um matvöruverslanasöluna þegar það svo gerist,“ segir Halla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -