Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Íbúi í miðbænum festist í póstkassa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúi í miðbæ Reykjavíkur mátti reiða sig á hjálp frá slökkviliðinu í gærkveldi. Íbúinn hafði  séð póstsendingu til sín í póstkassanum. Forvitinin bar einstaklinginn ofurliði en í stað þess að sækja lyklana sína að kassanum ákvað hann að reyna að fiska upp sendinguna með fingurnum. Hann stakk höndinni fulllangt inn með þeim afleiðingum að hún festist í lúgu kassans. Slökkviliðið mætti og voru viðbragðsaðilar snöggir að leysa viðkomandi úr prísundinni.

Frá þessu segir í Fésbókarfærslu Slökkviliðis á höfuðborgarsvæðinu.

Þá segir að slökkviliðið hafi sinnt tveimur öðrum útköllum á dælubílum og var annað þeirra vegna gaskúts sem hafði verið hent í almenna ruslatunnu og lak gasi.

„Boðanir fyrir sjúkrabifreiðar voru svo 87 síðasta sólarhringinn en af þeim voru 27 forgangsverkefni.“

Hér að neðan  má sjá færsluna í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -