Til greina kemur að rukka þá Íslendinga sem nota nagladekk um sérstakt gjald og horfir Umhverfisstofnun til Noregs sem fyrirmynd í þessum efnum sem lið í áætlun um loftgæði. Þar nemur gjaldið 20 krónum yfir veturinn.
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Fréttablaðið að til mikils sé að vinna þar sem breytingin myndi draga úr svifryki og sliti á götum.
„Það hefur verið gagnrýnt að svona gjald yrði landsbyggðarskattur en það er ekki þannig. Þetta yrði skattur á þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og væri hægt að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald, líkt og að leggja við stöðumæli,“ segir Þorsteinn.
Alexandra Briem, formaður borgarráðs Reykjavíkuborgar, vonast til þess að tillagan um nagladekkjagjald nái fram að ganga:
„Við höfum kallað eftir aðferðum til að draga úr notkun nagladekkja, sporna við svifryki og minnka slit á götum,“ segir hún.