Miðvikudagur 5. mars, 2025
0.8 C
Reykjavik

IKEA innkallar hættulegar jólaseríur og ljós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá IKEA á Íslandi er greint frá því að fyrirtækið sé að innkalla útijólaseríur og útiljós vegna þess að þær standast ekki öryggiskröfur.

„IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga tilgreinda útilýsingu úr LEDLJUS, SOMMARLÅNKE, STRÅLA, SVARTRÅ og UTSUND vörulínunum til að taka þær úr umferð, skila í IKEA og fá endurgreitt. Vegna framleiðslugalla uppfyllir rafmagnstengillinn ekki öryggisstaðla sem getur leitt til rafstuðs. Hægt er að sjá hvort varan falli undir innköllunina á heitinu á LED spennubreytinum, dagstimplinum á LED spennubreytinum og heitinu á rafmagnstenglinum.“

Þær vörur sem eru innkallaðar eru:

  • LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa
  • LEDLJUS LED ljósasería, úti, svart, 64 ljósa
  • SOMMARLÅNKE LED gólflampi, 100 cm, úti, drappað
  • SOMMARLÅNKE LED ljósasería, úti, marglitt, 12 ljósa
  • STRÅLA LED ljósasería, úti, gyllt, blikkandi stjörnur, 24 ljósa
  • STRÅLA LED ljósahengi, úti, stjörnur, 48 ljósa
  • SVARTRÅ LED ljósasería, úti, svart, 12 ljósa
  • UTSUND LED ljósasería, úti, svart, 24 ljósa

Heiti umrædds spennubreytis: ICPSH24-2-IL-1

Eftirtaldir dagstimplar á spennubreytinum ICPSH24-2-IL-1 falla undir innköllunina (ÁÁVV):

2138, 2141, 2148, 2209, 2215, 2224, 2231, 2236, 2320, 2326, 2332, 2336, 2347, 2409, 2413, 2421, 2423, 2424, 2426, 2434, 2437

- Auglýsing -

Heiti umrædds rafmagnstengils: SYK-02F

Viðskiptavinir IKEA sem eiga þessar vörur eru beðnir að taka hana úr umferð og hafa samband við IKEA fyrir nýja vöru eða endurgreiðslu. Þá er tekið fram að ekki sé nauðsynlegt að eiga kvittun fyrir vörunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -