Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Illugi hissa á framlagi Bashar í Söngvakeppni sjónvarpsins: „Það er of skrýtið fyrir mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson hefur ákveðið að „hafa ekki nokkra skoðun“ á Eurovision í ár, „sama á hverju gengur“.

Rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu í gær eftir að hafa horft á lögin sem keppa munu í undankeppni Eurovision hér á landi. Einn þeirra sem senda inn lag í keppnina er palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad en Illugi furðar sig á laginu sem hann hyggst flytja í keppninni. „Mér fannst strax að við ættum ekki að vera með ef í því fælist að deila sviði með fánaflippandi Ísraelsríki, og við það stend ég. Hins vegar er þetta allt nú orðið svo skrýtið að ég ræð ekki við þetta, og hef því ákveðið að hafa bara alls öngva skoðun á þessu framar nú í ár,“ segir Illugi í færslunni og heldur áfram: „Punkturinn yfir i-ið var þegar sá ágæti tónlistarmaður Bashar, sem flutti gamlan palestínskan söng mjög fallega á Austurvelli í dag, reynist ætla að flytja í keppninni einhvers konar óð til bandarískra kúreka sem rændu heilli heimsálfu frá frumbyggjum Ameríku,“ skrifar Illugi í færslunni og bætir við: „Það er of skrýtið fyrir mig, hvað sem leið skýringu hans á þessu í sjónvarpsþættinum í kvöld. — En þið sjáið sem sagt um þetta þetta árið!“ Og bætir við tveimur brosköllum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -