„Mamma hefði orðið 84 ára í dag en hún dó úr lungnakrabbameini fyrir sjö árum af því þó hún væri hamhleypa til flestra verka þá tókst henni aldrei að hætta að reykja. Í dag langar mig að minnast mömmu sem framkvæmdamanneskju í þágu kvenna og einstæðra foreldra.“ Þannig hefst Facebook-færsla Illuga Jökulssonar, rithöfunds og fjölmiðlamanns en þar minnist hann móður sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaða- og baráttukonu.
Illugi talar sérstaklega í færslunni, um baráttu móður sinnar fyrir málefnum einstæðra foreldra en Jóhanna varð formaður í þá nýju Félagi einstæðra foreldra árið 1969. „Þegar hún stóð uppi einstæð móðir um þrítugt með þrjú börn og síðan fjögur og komin í afar krefjandi starf sem blaðamaður á Morgunblaðinu, þá hefði henni vel fyrirgefist þó hún hefði látið gott heita og snúið sér að því að hlú að sjálfri sér. En ekki hún mamma. Hún gerðist formaður í nýju Félagi einstæðra foreldra 1969. Ef einstæðir foreldrar (aðallega mæður) glíma við fordóma og misrétti og erfið kjör núna, þá ættuði að vita hvað var við að glíma fyrir 50 árum, en FEF lyfti sannkölluðu Grettistaki við að bæta stöðu þeirra.
En Illugi segir að móðir hans hefði bara blásið á pirringinn í honum. „En mamma hefði bara blásið á svoleiðis pirring í mér. Hún gekk bara í verkin.“
Að lokum óskar Illugi vinum og ættingju móður sinna til hamingju með daginn.
„Til lukku með daginn kæru ættingjar og vinir mömmu. Margt gerði mamma og það má með sanni segja að með starfi sínu og félaga í FEF, þá tókst henni að bæta svolítið veröldina. Já, bara heilmikið.“