Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Illugi minnist móður sinnar: „Þá tókst henni að bæta svolítið veröldina. Já, bara heilmikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mamma hefði orðið 84 ára í dag en hún dó úr lungnakrabbameini fyrir sjö árum af því þó hún væri hamhleypa til flestra verka þá tókst henni aldrei að hætta að reykja. Í dag langar mig að minnast mömmu sem framkvæmdamanneskju í þágu kvenna og einstæðra foreldra.“ Þannig hefst Facebook-færsla Illuga Jökulssonar, rithöfunds og fjölmiðlamanns en þar minnist hann móður sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaða- og baráttukonu.

Illugi talar sérstaklega í færslunni, um baráttu móður sinnar fyrir málefnum einstæðra foreldra en Jóhanna varð formaður í þá nýju Félagi einstæðra foreldra árið 1969. „Þegar hún stóð uppi einstæð móðir um þrítugt með þrjú börn og síðan fjögur og komin í afar krefjandi starf sem blaðamaður á Morgunblaðinu, þá hefði henni vel fyrirgefist þó hún hefði látið gott heita og snúið sér að því að hlú að sjálfri sér. En ekki hún mamma. Hún gerðist formaður í nýju Félagi einstæðra foreldra 1969. Ef einstæðir foreldrar (aðallega mæður) glíma við fordóma og misrétti og erfið kjör núna, þá ættuði að vita hvað var við að glíma fyrir 50 árum, en FEF lyfti sannkölluðu Grettistaki við að bæta stöðu þeirra.

Mamma var als ekkert ein á ferð en allir sem þekkja til vita þó að hún var lífið, sálin, driffjöðurin og jarðýtan í starfi FEF fyrstu 20 árin.“
Illugi nefnir sérstaklega opnun skóladagheimila í Reykjavík upp úr 1970, sem nú eru nefnd frístundaheimili og segir það hafi gerst fyrir áhrif móður hans og félaga hennar í FEF. „Skóladagheimilin ollu byltingu sér í lagi fyrir einstæða foreldra,“ skrifar Illugi og nefnir einnig það mikla „afrek“ þegar FEF keypti árið 1981, hús í Skerjafirðinum sem var neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra í fjöldi ára og 1986 þegar annað hús bættist við á Öldugötunni. „Og þessi húsakynni FEF voru ekki þak yfir höfuðið fyrir einstæða foreldra (nær eingöngu mæður) heldur fúnkeruðu líka sem einskonar forveri kvennaaðhvarfsins, því margar konur sem þar fengu í skyndingu inni voru að flýja ofbeldismenn.“
Illugi minnist svo á í færslunni að þegar út kom bók fyrir nokkrum árum um baráttusögu kvenna á 20. öldinni – Konur sem kjósa, sem honum finnst bæði „stórglæsileg“ og „sérlega skemmtileg“, en að höfundum hafi ekki fundið „pláss á öllum sínum blaðsíðum til að minnast einu orði, ekki einu orði, á starf mömmu og Félags einstæðra foreldra, og var þó víða seilst í þeirri bók og að vonum.“

En Illugi segir að móðir hans hefði bara blásið á pirringinn í honum. „En mamma hefði bara blásið á svoleiðis pirring í mér. Hún gekk bara í verkin.“

Að lokum óskar Illugi vinum og ættingju móður sinna til hamingju með daginn.

„Til lukku með daginn kæru ættingjar og vinir mömmu. Margt gerði mamma og það má með sanni segja að með starfi sínu og félaga í FEF, þá tókst henni að bæta svolítið veröldina. Já, bara heilmikið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -