Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Illugi segir hælisleitendur ekki vera vandamál: „Ekki hrekja fólk burt, ekki skella í lás“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Illugi Jökulsson segir flóttamenn og hælisleitendur ekki vera vandamál á Íslandi, þó sumum finnist það.

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann talar um flóttamenn og hælisleitendur. Segir Illugi að þrátt fyrir að sumir haldí því fram að það fólk sé vandamál hér á landi, sé það ekki staðreyndin. „Nokkrar staðreyndir: Flóttamenn og hælisleitendur eru ekki vandamál á Íslandi.

Vissulega finnst sumum að flóttamenn og hælisleitendur séu vandamál á Íslandi en það gerir þá ekki að vandamáli. Það er það fólk sem trúir öllu illu upp á hælisleitendur og flóttamenn sem eru vandamálið, ekki það fólk sem kemur hingað og biður um að fá hjálp.“
Tekur Illugi fram að vissulega séu til flóttafólk og hælisleitendur sem hafa verið til vandræða.
„Vissulega eru til dæmi um flóttafólk og hælisleitendur sem hafa lent í vandræðum og jafnvel drýgt glæpi. En hlutfallslega eru þau vandamál, þeir glæpir áreiðanlega ekki fleiri en hjá hverjum öðrum heimamönnum, og við eigum að bregðast við vandamálum þeirra með sama hætti og við bregðumst við vandamálum heimamönnum.

Ekki hrekja fólk burt, ekki skella í lás.“

Illugi segir að þó að einhver kostnaður hljótist af flóttamönnum og hælisleitendum, komi hann margfalt til baka.

„Og að lokum: Já, það kostar sitt að taka við flóttamönnum og hælisleitendum. Gestrisni kostar alltaf sitt. Sá kostnaður er þó alls ekki meiri en svo að við getum ekki borið hann, enda mun hann skila sér margfaldur til baka.

Og það mun ekki bæta velferðarkerfið á Íslandi hót þótt fé verði tekið frá því að aðstoða nauðstatt fólk. Það verður bara sett í að hlaða undir ríka fólkið eins og venjulega.
Flóttafólk frá Venesúela og Úkraínu og víðar þráir ekkert meira en fá að lifa hér í friði, vinna og ala upp börnin sín. Flóttafólk frá Gasa mun gera það líka.
En við eigum samt ekki að taka á móti af því það mun borga sig í framtíðinni.
Við eigum að gera það af því okkur ber skylda til þess og við eigum að gegna þeirri skyldu glöð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -