Illugi Jökulsson gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi harðlega í nýrri færslu á Facebook vegna leikskólamálsins.
Ákvörðun Kópavogsbæjar að snarhækka leikskólagjöld umfram sex klukkutíma dvalar barna, hefur mætt talsverðri mótstöðu frá foreldrum enda ekki á hverra færi að vinna einungis sex klukkutíma vinnudag. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann sakar Kópavogsbæ um að vilja losa sig við fátækt fólk og hampa þeim ríku. Segir hann að stjórnvöld í Kópavogi ætti að skammast sín þó „þau munu auðvitað ekki gera það.“
Hér er færslan:
„Kópavogur ætlar að fara „all-in“ á braut Seltjarnarness og Garðabæjar, losa sig við fátæka fólkið en hampa þeim ríku. Þetta er markviss leið til þess. Fátæka fólkið skal sent til Reykjavíkur og svo híar ríka fólkið í úthverfunum á félagsleg vandamál sem þar segja til sín. Held’essi stjórnvöld í Kópavogi ættu að skammast sín, en þau munu auðvitað ekki gera það.“