Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Illugi segir þetta grýlukerti í miðbænum lífshættulegt: „Engin leið að ná sambandi við eigendur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson rithöfundur óttast að grýlukerti við Amtmannsstíg valdi dauða gangandi vegfarenda, fyrr eða síðar. Hann birtir mynd af því á Facebook og segir þrátt fyrir margar tilraunir þá hafi honum ekki tekist að sópa því í burtu. Hann segir ómögulegt að ná í eigendur húsins.

„Það er nú vika síðan ég vakti athygli forystumanns í borginni á hinni lífshættulegu snjóhengju/grýlukerti sem hangir ofan úr þaki hússins við Amtmannsstíg 5. Hengjan er þó þarna enn, jafn lífshættuleg og fyrir viku. Einhver (kannski borgarstarfsmaður) setti keilu þarna undir, sem væntanlega hefur átt að fá fólk til að ganga ekki undir hengjuna, en þá fer fólk út á götuna sem oft er ill yfirferðar þessa dagana og jafnvel hættuleg,“ segir Illugi.

„Þar að auki færa vegfarendur keiluna af gangstéttinni nokkrum sinnum á dag af því þeir hafa ekki hugmynd um af hverju hún er þarna. Ég set hana jafnóðum á sinn stað, en eins og sjá má á myndinni, sem tekin fyrir nokkrum mínútum, dugar keilan hvergi til.“

Hann segir að á myndinni hér fyrir neðann megi sjá konu sem hefði hæglega getað fengið grýlukertið í hausinn. „Svartklædda konan hefði vel getað fengið hengjuna og 1,5 metra langt grýlukertið beint í höfuðið þegar hún gekk þarna undir. Hengjan er of hátt uppi til að ég nái til hennar, það er engin leið að ná sambandi við eigendur þessa túristahótels sem þarna er rekið, en er til of mikils mælst að borgin geti sópað burt einu grýlukerti hafi hún til þess heila viku.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -