Illugi Jökulsson segir að ríkisstjórnin hafi sofið á verðinum gagnvart eldgosahættunni á Reykjanesinu.
Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og þingmaður, Björt Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Iðu og fyrrverandi umhverfisráðherra, Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðakona og Runólfur Ágústsson athafnamaður, voru gestir Silfursins á RÚV í gærkvöldi. Þar ræddu þau atburði líðandi stundar, þar á meðal ástandið í Grindavík. Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, skrifaði færslu um þáttinn eða réttara sagt um þá niðurstöðu gestanna að enginn hefði getað séð fyrir það sem nú á sér stað í Grindavík og að stjórnvöld hafi ekki sofið á verðinum. Þetta segir Illugi alrangt því jarðvísindamenn hafi sagt um leið og fyrsta eldgosið hófst á Reykjanesi fyrir þremur árum, að nú sé hafin næsta hrina eldgosa sem standa muni yfir næstu 400 árin. „En horfumst í augu við það – auðvitað steinsvaf ríkisstjórnin á verðinum.“