Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Illugi um brottvísun Oscars: „Útlendingar og hælisleitendur eru ekki mikið vandamál á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Illugi Jökulsson segir að útlendingar séu ekki mikið vandamál hér á landi og tekur þannig upp hanskann fyrir hinn 16 ára kólumbíska dreng Oscar Andres Florez Bocanegra, vísa á úr landi í dag ásamt föður hans. Faðirinn hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn drengnum.

„Sko. Útlendingar og hælisleitendur eru EKKI mikið vandamál á Íslandi. Bara alls ekki. Það sem hins vegar ER vandamál er að ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur og síðan Bjarna Benediktssonar skuli ekki hafa búið svo um hnúta að börnum, sem hér hafa búið árum saman og vilja búa hér áfram, sé EKKI vísað grimmilega úr landi.“ Þannig hefst færsla Illuga en hann hlekkjar frétt af brottvísun yfirvalda á Oscari.

Og Illugi heldur áfram:

„Það þarf að búa svo um hnúta að Útlendingastofnun, aðrir nefndir og dómsmálaráðuneytið, að ekki sé minnst á lögregluna, hafi ALLTAF og ÆTÍÐ mildi, sanngirni og réttlæti að leiðarljósi í garð þeirra sem hingað eru komnir, en ekki þurfi alltaf atbeina lögmanna og almennings til að stoppa miskunnarlausar brottvísanir. Það hlýtur að vera hægt að búa til lög þar sem segir bara: „Víkja skal frá hörðustu reglum um brottvísanir þegar þær ganga í berhögg við mannúð og sjálfsagða mildi.“ — Eða eitthvað í þá áttina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -