Illugi Jökulsson segir Sigurð Inga Jóhannsson vera undirförulan og óheiðarlegan.
Í tilefni viðtals sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem birtist á Vísi í gær skrifaði fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson færslu en formaðurinn ræddi meðal annars um myndun ríkisstjórnarinnar 2017. Segir Illugi Sigurð Inga fara með rangt mál að þreyfingar stjórnarandstöðuflokkanna til ríkisstjórnarmyndunar hefðu siglt í strand vegna Pírata, Vinstri grænir hafi þá þegar verið búnir að ákveða að mynda stjórna með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.
„Kannski er Sigurður Ingi farinn að trúa þessu sjálfur, að tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda vinstri stjórn 2017 hafi sannfært hann um að Píratar væru ekki stjórntækir og því hafi hann neitað að taka þátt í frekari viðræðum um vinstri stjórn, sem aftur hafi leitt til þess að það varð að taka djarfa ákvörðun um samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG.“ Þannig hefst færsla Illuga en hann segir þetta vera „þvaður“:
Í raun myndu málamyndaviðræðurnar taka bara 3-4 daga og „þá munum við [Framsóknarmenn] segja hingað og ekki lengra og þá „neyðist“ Katrín til að mynda þá stjórn með Bjarna og okkur [Framsóknarmönnum] sem Katrín og Svandís eru þegar búnar að ákveða að verði“.“
Segir Illugi í lokaorðum sínum að Sigurður Ingi hafi „ískrað af ánægju yfir því hve snilldarlega yrði svínað á þeim kjósendum VG sem í barnaskap sínum tryðu því að Katrín hefði áhuga á að mynda vinstri stjórn.“
„Þessum káta frambjóðanda Framsóknarflokksins datt ekki einu sinni í hug að það væri neitt athugavert við þetta, heldur þvert á móti ískraði af ánægju yfir því hve snilldarlega yrði svínað á þeim kjósendum VG sem í barnaskap sínum tryðu því að Katrín hefði áhuga á að mynda vinstri stjórn. — Svona var nú þetta.“
Í athugasemd við eigin færslu bætti Illugi því við að nú muni Framsóknarflokkurinn „eyra á því hvað Sigurður Ingi sé heiðarlegur og góður maður sem alltaf megi treysta,“ en að raunin sé nú allt önnur:
„Það má geta þess að ég VEIT að þetta er sönn lýsing á stjórnarmyndunarviðræðunum 2017, það þarf enginn að efast um það. En ég hef nú þegar á þessum þrem korterum síðan þetta birtist fengið enn fleiri staðfestingar þess arna. Sem aftur leiðir hugann að einu: Nú mun Framsóknarflokkurinn keyra á því hvað Sigurður Ingi sé heiðarlegur og góður maður sem alltaf megi treysta. Þegar reyndin er sú að hann er jafn undirförull og óheiðarlegur og sumir sem eiga verra með að fela það.“
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata staðfesti frásögn Illuga af stjórnarmyndunarviðræðunum 2017 í athugasemd við færslu fjölmiðlamannsins:
„Okkar fólk upplifði mjög sterkt á þessum tíma að það væri ekki verið að reyna í alvöru að ná saman. Það væri verið að reyna að egna okkur til að slíta viðræðunum, en þar sem þau sáu í gegnum það og slitu ekki, þá á endanum slitu hin og fóru bara í staðinn að segja þá sögu að Píratar hefðu verið ómögulegir.