Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Illvígar deilur innan skátanna eftir martraðaferð ungmenna – Stjórn sögð brjóta eigin reglur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miklar deilur hafa ríkt innan skátahreyfingarinnar á Íslandi síðan í fyrra þegar tæplega 150 Íslendingar fóru á skátamót í Suður Kóreu. Ferðin breyttist í martröð vegna hita, regns, skordýra og skipulagsleysis af mótshöldurum.

Í þessum hópi voru 108 ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára og þurftu þau að greiða tæpar 700 þúsund krónur fyrir ferðina. Í nýjum Kveiksþætti gagnrýna foreldrar og fararstjórar ferðarinnar harðlega skátana fyrir ýmsa hluti sem snúa að ferðinni.

Foreldrarnir halda því meðal annars fram að afgangur hafi verið af ferðinni og hægt hefði verið að greiða öllum ungmennunum rúmar 40 þúsund krónur til baka eftir ferðina. Þá halda þau því einnig fram að þeim hafi verið lofað slíkri greiðslu yrði til afgangur.

Eru ekki ferðaskrifstofa

Í umfjöllun Kveiks er líka sagt frá því að stjórn Bandalags íslenskra skáta hafi brotið reglur félagsins og lög en félagið tók 10% umsýslugjald vegna ferðarinnar. Aðeins ferðaskrifstofur mega taka umframkostnað en BÍS er ekki skráð sem slík.

Þá lýstu 70 foreldrar yfir vantrausti á stjórn BÍS á skátaþingi sem haldið var eftir mótið og er hægt að lesa þá yfirlýsingu hér fyrir neðan.

„Til fulltrúa á skátaþingi.

Við, foreldrar fararhóps barna og ungmenna sem fóru á alheimsmót skáta árið 2023 skorum á að aðilar Skátaþings samþykki EKKI ársreikninga Bandalags íslenskra skáta. Við óskum eftir því að hagur þeirra sem greiddu uppgefið mótsgjald, í góðri trú, verði hafður að leiðarljósi. Það skýtur skökku við að stjórn BÍS geti greitt fargjöld sumra þátttakenda (þótt ítrekað hafi komið fram að það yrði ekki gert) sem og sjálfri sér laun vegna álags, verandi á föstum launum, úr sjóði sem þátttakendur alheimsmóts hafa lagt allt sitt í að safna fyrir ásamt dyggum stuðningi aðstandenda. Við lýsum því vantrausti á að stjórn BÍS hafi farið rétt með fjármuni þátttakenda og óskum eftir því að fenginn verði óháður aðili í að yfirfara reikninga og annað fjármagn sem viðkemur þessari ferð.

Með von um jákvæðar undirtektir og að hagur barna og þátttakenda í skátastarfi verði hafður að leiðarljósi.“

Stjórn BÍS neitar öllum ásökunum og hefur gagnrýnt umfjöllun Kveiks en félagið hefur sakað RÚV um að fá upplýsingar og viðtöl hjá BÍS á fölskum forsendum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -