Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Illvirki um illviðrisnótt – Fjórir ræningjar fremja rán í Flóa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðfaranótt hins 9. febrúar, 1827, svaf heimilisfólk á bænum Kambi í Flóa svefni hinna réttlátu og uggði ekki að sér. Þrátt fyrir að úti fyrir geisaði stormur mikill ríkti friður innan veggja heimilisins. Næturfriðurinn var rofinn þegar fjórir menn, illþekkjanlegir, brutust þar inn. Heimilisfólk var bundið á höndum og fótum, þar sem það lá nakið í rekkjum sínum. Fjórmenningarnir fóru síðan um húsið allt í leit að peningum eða öðru fémætu.

Á Kambi í Hróarholtshverfi í Flóa bjó þá ekkillinn Hjörtur Jónsson. Hann var af talinn vel loðinn um lófana og gengu um það sögur þá, að hann ætti mikið af peningum.

Þegar þetta átti sér stað voru á heimilinu, ásamt Hirti, ráðskonan Gróa Ketilsdóttir, vinnukonan Guðrún Björnsdóttir og sex vetra drengur, Andrés.

Ránsmennirnir þustu rakleiðis til baðstofu eftir að hafa brotist inn í bæinn og fóru tveir þeirra að rúmi Hjartar og bundu hendur hans og fætur með snæri.

Einn mannanna gerði slíkt hið sama við Gróu ráðskonu, „eigi mjög fast“, og fleygði henni …

Lesa meira hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -