Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Indverska Covid-afbrigðið er komið til Íslands – Minnst fimm einstaklingar hafa greinst með það

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hið nýja Covid-afbriði, sem kallað er í fjölmiðlum Arcturus, er komið til Íslands. Afbrigðið, sem heitir formlega XBB.1.16, hefur verið á hraðri dreifingu á Indlandi en fimm hafa greinst með það hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hafa fimm einstaklingar greinst með afbrigðið hérlendis í raðgreiningu en taka skal fram að ekki eru öll sýni raðgreind heldur úrtak sýna, þannig að fleiri gætu hafa fengið þetta afbrigði. Á Indlandi hefur borið á því að ný einkenni hafi komið fram hjá fólki með Arcturus en það er augnsýking. Þá hefur það smitað hraðar en önnur afbrigði. Í svari frá embæti Landlæknis segir þó að engin slík einkenni hafi komið fram hér á landi. Þá kemur einnig fram þar að annað undirafbrigði Ómíkron eða XBB.1.5 sé ríkjandi hér á landi sem og í mörgum löndum.

Svarið má lesa í heild sinni hér:

„Þetta tiltekna undirafbrigði XBB.1.16, sem þú vísar til sem Arcturus (ekki formlegt nafn) og er afbrigði ómíkron XBB hefur greinst 5 sinnum hérlendis í raðgreiningu (athugaðu að ekki eru öll sýni raðgreind heldur úrtak sýna). Annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 er hins vegar ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum. XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd skv. þeim upplýsingum sem fást og því var viðbúið að það kæmi hingað. Það hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þ.m.t. ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -