Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var sú eina sem bauð sig fram til formanns Flokks fólksins fyrir landsfund flokksins en sá verður haldinn um helgina en RÚV greindi frá. Þá er Guðmundur Ingi Kristinsson einnig einn í framboð til varaformanns en hann er núverandi varaformaður flokksins.
Inga hefur formaður flokksins frá stofnun hans árið 2016 og á það einnig við um Guðmund Inga. Um að ræða fyrsta landsfund flokksins síðan 2019 en lög flokksins segja að halda eigi slíkan þriðja hvert ár. Fundinum var á sínum tíma frestað vegna COVID og svo vegna alþingiskosninga sem haldnar voru í nóvember á síðasta ári.